Var þetta það sem þurfti?

Fréttaflutningur æsifréttamanna erlendra sjónvarpsstöðva hefur kallað það yfir mann að svara áhyggjufullum vinum í útlöndum sem hafa áhuga af heilsu manns og hvort maður fær mat að borða.

Í miðri umræðu um það að verið sé að draga upp dökka mynd af Íslandi stendur forsetinn upp og finnur dekkstu hliðina til að sveifla í fréttirnar.

"Bíðiði bara, þetta verður enn verra"!

Er þetta í alvöru sæmandi æsta manni þjóðarinnar að segja?  Hann gengur lengra en allir jarðfræðingar sem ég hef heyrt í hingað til og vekur ugg víða.  Ekki síst meðal skjólstæðinga sinna á Íslandi sem búa í skugga þeirra fjalla sem nú eru að hreyfa sig.

Er næst hjá honum að fara að tala um snjóflóðavána og jarðskjálftahættu, eða aflabrest?

Ég spyr.....


mbl.is Gosið nú lítið annað en æfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Var hann að segja eitthvað sem ekki er sannleikur?... Eldgos eru ekkert grín, það er vá sem við búum yfir núna, og í sögulega samhengi þá er það nú bara þannig að líklega (og eru líkurnar öskrandi miklar) er þetta bara *æfing* fyrir eitthvað miklu stærra og meira.

Að gera lítið úr því, er vægast sagt vafasamt. En þetta snýst líklega bara um það að græða peninga.... þess vegna má ekki segja sannleikan... hmm hvar hefur maður séð það gerast áður?... 

Signý, 20.4.2010 kl. 12:39

2 identicon

Sannleikurinn er sagna bestur.

Jónorri (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 13:31

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Ég held bara að alfarsælast sé að jarðfræðingar tali máli okkar vegna eldgosanna.

Það er bara alls ekkert víst um Kötlugos, það er fáránlegt að slá svona fram í því hysteríska ástandi sem ríkir í Evrópu.  Hundruðir ferðamanna hafa snúið frá Íslandi áður en þessi ummæli detta inn á borð og það er að mínu mati ekki það sem þarf í dag.

En fyrst og síðast er forsetinn enn einu sinni að tjá sig á þann hátt að ummæli hans, og þarmeð embættið, orðið umdeilanlegt.

Forseti Íslands á að vera sameiningartákn og tala kjark í þjóðina.  Í snjóflóðunum fyrir vestan man ég ekki eftir því að Vigdís hafi farið í erlendar sjónvarpsstöðvar og tjáð sig um þá vá sem ríkti meira og minna um allt norðan- og vestanvert landið.  Ég bjó þá fyrir norðan og tók vel eftir hennar viðbrögðum.

Hinn eini og sanni forseti vildi ekki ræða um sig eða sína persónu 15.apríl heldur sagði hún hug sinn liggja hjá þeim bændum sem liðu illa og hún óskaði einskis heitar en að gosið hætti og ósköpum fólks linnti.

Samhygð með allri þjóðinni í þrengingum.  Það ætti að vera Ólafi innspýting og hann á bara að einbeita sínum kröftum að því að tala fólki kjark í brjóst og kannski t.d. renna bara austur og sýna sig þar, en ekki í erlendum fjölmiðlum að segja þeim "you ain't seen nothing yet".

Magnús Þór Jónsson, 20.4.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband