Enn er reynt að blása í glæður!
1.9.2010 | 23:28
Verð að viðurkenna það að ég skil fullkomlega ekki það að fara eigi út í einhverja uppstokkun í ríkisstjórn. Utan þess kannski að fækka ráðuneytum, en það væri einfalt að gera og leggja ráðuneyti inn til starfandi ráðherra.
Það að ætla að kúpla fólki inn og út núna á þessum tímapunkti þegar fullkomlega er ljóst að ríkisstjórnin er klofin í öllum stórum málum er bara tímasóun og kostar fullt af peningum.
Nýir ráðherrar í ráðuneytum taka sér tíma til að skoða ráðuneytin og raða í kringum sig "sínu" fólki. Á meðan er lítið annað gert í málum. Það er bara svoleiðis.
Og skilaboðin sem verða send Samfylkingunni með því að kalla Ögmund inn í stjórnina með Jón ennþá þar inni eru einföld.
Okkur er sama hvað ykkur finnst, við ráðum!
Ef Jóhanna samþykkir það gengur hún þvert á vilja stórs hluta flokksmanna Samfylkingarinnar og enn í átt til aflanna lengst til vinstri í flokknum, auk þess að ýta fast undir ákvarðankvíðann sem er landlægur í ríkisstjórninni vegna veru V.G. þar.
Ég held að nær sé að sjá hvort þessi stjórn lifir í þinginu næstu vikur. Ég er bara ekki enn búinn að sjá það gerast, því linkindin gagnvart órólegum armi annars stjórnarflokksins er slík að mann setur hljóðan.
Ég sé það alveg fyrir mér að einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar séu jafn undrandi og leiðir á því og ég...
Ráðherraskipti á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða glæður myndu það vera?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.9.2010 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.