Góður maður á stórum stað!

Guðbjartur er án vafa einn allra öflugasti þingmaðurinn og áherslur hans líklegar til að verða þjóðinni til heilla.

Hans verkefni er stórt, að sameina þau ráðuneyti sem hvað mesta "neikvæðnin" fylgir, erfiðir málaflokkar að vinna úr, þó sérstaklega í núverandi efnahagsástandi.  Er þó alveg sannfærður um að hann mun leysa það verkefni vel úr hendi.

Ætla að bíða kvöldsins og morgundagsins með að tjá mig um breytingar í stjórninni að öðru leyti, er ekki alveg á því að dagurinn hafi orðið þjóðinni til heilla að öðru leyti en því að fá Guðbjart í ríkisstjórnina.


mbl.is Sameiningin stærsta verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Gutti er góður maður í starfið sem forsætisráðherra hefur fengið honum.

Flosi Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 16:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann hefur ekki haft þær "áherzlur" í Icesave-málinu og löggjafarvalds-afsalandi ESB-umsóknarmáli Össurar & Co., sem orðið hafi "þjóðinni til heilla", og hvernig býstu þá við því nú, Magnús Þór?

Jón Valur Jensson, 2.9.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Ég held að það hljóti öllum að vera ljóst að Gutti er á því að samningaviðræður við ESB sé þjóðinni til heilla, og því er hluti þjóðarinnar sammála.  Ég er líka jafnviss um að vondur samningur fyrir Ísland myndi að sjálfsögðu breyta hans viðhorfi, eins og flestra þeirra sem munu lesa um samninginnn og taka svo um hann upplýsta afstöðu út frá sjálfum sér, en ekki hópupphrópunum.

Icesave-málið er nú ekki á enda runnið ennþá Jón Valur og ég ætla mér að fylgjast grannt með næstu skrefum þar.  Þangað til lausn kemur, með samningi eða dómi, getur enginn dæmt um hvað er rétt eða rangt, því mér sýnast minnst 10 skoðanir vera uppi um réttustu leiðina þar.

Guðbjartur Hannesson er yfirvegaður og réttsýnn maður sem er vanur að ganga til verka án hávaða en af miklu tilliti við verkefnið sem liggur fyrir.  Þannig þekki ég hann og er þess vegna viss um að hann er kjörinn "Velferðarráðherra" og vafalaust betur fallinn til málaflokksins en sumir sem fengu stólana í dag!

Magnús Þór Jónsson, 2.9.2010 kl. 21:41

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú lýsir einfaldlega inni afstöðu þarna, Magnús Þór og ert, að mér sýnist, ekki sammála þjóðinni í þessu máli (sbr. HÉR!) og kýst fremur að verja mann, sem unnið hefur eins og jarðýta að því að koma þessum ólögvörðu kröfum á herðar okkar Íslendinga, þótt nú séu flestir (jafnvel Steingrímur) farnir að viðurkenna, að EES-ríki bera skv. ESB-reglum enga ábyrgð á tryggingasjóðum innistæðueigenda. Stefna Guðbjarts gagnvart ESB er af sama taginu þrátt fyrir yfirgang þess bandalags við okkur, t.d. bæði í Icesave- og makrílveiði-málunum.

Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband