Enn gengur yfir bátinn!
20.10.2010 | 13:19
Þegar maður einhvern veginn hélt að kurl lægju nú kyrr í gröfinni og þau mál sem þörfnuðust rannsóknar væru komin fram þá enn dembist enn einn grunurinn um stórfelldan glæp gegn þjóðinni.
Ég ítreka enn og aftur tilmæli mín til fólks að skoða gaumgæfilega sína bankaþjónustu og hvernig rústir gömlu ræningjafyrirtækjanna haga sér. Bankar eiga ekki viðskipti þín og það skiptir öllu máli fyrir þig að vera sáttur þar sem þú ert!
Mýtan um að það sé ekki hægt að flytja sig um banka út af skuldum er bull sem enginn á að hlusta á. Skilja skuldirnar eftir og borga af þeim áfram en flytja launin sín og framtíðarviðskipti til stofnana sem maður getur treyst!
Það er farið að skipta verulegu máli að hægt verði að fara að koma málum í gang í dómskerfinu og við förum að sjá almennilega hvað verið er að tala um þegar kemur að refsiábyrgð.
Það að taka stöðu gegn íslenskri krónu og í raun íslensku samfélagi í 5 ár til að græða persónulega eru það stórar ásakanir að það hlýtur að vera tilefni til að hraða meðferð málsins!
Mann setur einfaldlega hljóðan þegar maður veltir fyrir sér eftirlitsskortinum og vangánni sem virðist hafa farið hér í gang þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður og bankarnir sáu um eftirlitið hver fyrir annan, þar hefur snemma orðið til samvinna þeirra um að ná sem mestu út óhreint á stuttum tíma og við bara flutum brosandi að feigðarósi í þeirra boði!
Svakalegt...
Hefja rannsókn strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Örlög Þjóðhagsstofnunar hljóta að vera fólki í fersku minni. Einhver þar á bæ leyfði sér að hafa skoðun eða gera athugasemd sem Davíð Oddssyni líkaði ekki ...og þá var bara stofnun í heild lögð niður. Hér stjórnuðu glæpamenn landinu með Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson í broddi fylkingar og Björn spillingarkóng Bjarnason sem gegndi því hlutverki af trúmennsku að tryggja að í feitu dómaraembættin færu engir nema ættingjar og vildarvinir Davíðs Oddssonar.
corvus corax, 20.10.2010 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.