Stærsti fjölskylduklúbbur á Íslandi kominn á sinn stað!

Árið 1989 var það frændi minn og vinur, Guðmundur heitinn Sveinsson sem kynnti mig fyrir fjölskylduklúbbnum Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.  Það ár og þau tvö næstu spilaði ég fótbolta undir fallegu svart / hvítu merkinu og kynntist mörgum mönnum sem í dag eru auðvitað lifandi goðsagnir í Krikanum.

Ég fór aftur norður á Sigló en haustið 1999 var það annar vinur minn sem varð þess valdandi að ég fór að vinna fyrir þetta frábæra félag sem þjálfari.  Ég grobba mig enn af því að hafa verið sá sem dró Lauga til FH í janúar 1990 by the way!

Að horfa á Krikann í kvöld var eintóm gæsahúð.  Mikið svakalega hefði verið gaman að hafa átt þátt í því að slá þetta áhorfendamet sem slegið var í kvöld!  Sjónvarpsmyndavélin fór um stúkuna og þarna sátu FH-ingar af öllum sortum, aldri, kyn og vexti.  Gamlar handboltahetjur, þekktir stuðningsmenn og aðrir upprennandi. 

Ferlega gaman að sjá "gamla" félaga af fótboltavellinum í Krikanum frá því þá gömlu góðu, en fyrst og síðast svakalega gaman að vinna stórmeistarans Þorgeirs Arnar Jónssonar hafi nú borið árangur.

Það hefur ekki verið auðvelt að vera FH - ingur í handboltanum á síðustu árum þegar kaupóðir Haukar hafa verið að taka dollur og vinna titla.  FH þurfti að horfa upp á handboltann sinn í næstefstu deild og fara í gegnum erfitt endursköpunarferli.  Lagði allt sitt traust á stórefnilega stráka og ákváðu að taka sér tíma.

Ég fékk þá ánægju að kynnast mörgum þessara stráka á unga aldri sem fótboltamönnum og hef alltaf sagt að þar fór einstakur hópur drengja sem ég hef alltaf verið sannfærður um að hefðu allt sem þarf til að vera góðir íþróttamenn.  Auðvitað þekkti ég þá í annarri íþrótt en þeir urðu í kvöld Íslandsmeistarar, en einkenni góðra íþróttamanna hafa þekkst í þeim allt frá þeim degi og ég er alveg hundhandviss að þeir væru margir í meistaraflokki í fótbolta ef þeir hefðu valið þá grein.

En í kvöld stimplaði handboltinn sig aftur hressilega inn hjá FH og það var stórkostlegt að sjá þá gleði sem geislaði frá þeim í svart / hvítu.

Allrar fjölskyldunnar.  Ég hef kynnst mörgum bæjarfélögum og íþróttafélögum á Íslandi og fullyrði að Hafnarfjörður er stærsti "sveitabær" landsins og FH er langmesti fjölskylduklúbbur sem við eigum.  Allir sem þekkja mig vita að er ekki er til mikið jákvæðara orð en sveitabær!

Og ég tel mig enn vera partur af FH fjölskyldunni, það finn ég alltaf þegar ég kem í Krikann.  Vissulega er ég fjarskyldi ættinginn í fjarlægðinni, en hef fundið það ákaflega örugglega í þessari viðureign um handboltatitilinn að FH hjartað það slær á Selhólnum á Sandi.

Innilega til hamingju allir FH-ingar nær og fjær!!!


mbl.is FH Íslandsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband