Alveg mark takandi á Palla!

Auðvitað var hann í ákveðinni geðshræringu og hefði getað fækkað "helvítis" orðunum töluvert, en þó urðu þau til þess að fólk hlustaði.

Ég hef sjálfur verið að reyna að ræða nákvæmlega þetta í mínum vina- og starfsmannahópi, mér ofbýður hversu fljót við erum að beygja úr málefnalegu ergelsi og sýn á ólík viðhorf yfir í upphrópanir sem hafa þann eina tilgang að niðurlægja og meiða.

Í minni ætt og vinahópi er að finna ótrúlega flóru fólks, með endalaust ólíkar skoðanir.  Ekki vildi ég á nokkurn hátt hafa neinn öðruvísi en hann er og við eigum öll að gæta að því hvernig komið er fram við fólk.

Ekki hika við að benda fólki á ef okkur finnst það ganga of langt í orðavali og/eða athöfnum!

Flottur Palli, vonandi átta fleiri sig á því hvað við flest erum orðin hundleið á þeirri framkomu sem þú talaðir um!!!


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband