Flott KSÍ!

Langar að hrósa knattspyrnuforystunni!

Er orðinn tiltölulega hlutlaus knattspyrnuaðdáandi vestur á Snæfellsnesi.  Lýsti þó klárlega þeirri skoðun minni í vetur að KSÍ ætti að endurskoða starfsemi sína og stefnu í ljósi breytinga á formennsku.

Mín ósk var vissulega sú að formaður KSÍ kæmi úr grasrótinni, en Geir Þorsteinsson er að mínu viti öðlingsmaður, og klárlega besti kostur þeirra þriggja sem í framboði voru.  Ég hef þó haft þá skoðun að KSÍ þyrfti að kafa meira í grasrótina.

Þessi frétt sýnir það að KSÍ vill tengjast grasrótinni.  Þórir Hákonarson, Siglfirðingur með meiru, kemur úr grasrót lítils liðs.  Vissulega míns liðs, KS, en hefur yfirgripsmikla þekkingu á knattspyrnumálum úti á landi, hvort sem átt er við yngri flokka eða meistaraflokka, hjá körlum eða konum.  Vel má vera að margir í stærri liðunum spyrji sig hver sé þarna á ferð, en ráðning hans færir KSÍ klárlega nær aðildarfélögum, sem er þess mikilvægasta hlutverk.

Guðrún Sívertsen er klárlega flott ráðning.  Það ser stór plús að hún er kona, en líka úr grasrót Þróttar og KR.  Jón Gunnlaugsson, Skagamaður með meiru líka í aðalstjórn.  FLOTT!

Þekki ekki almennilega hversu mikið formaður hefur að segja í þessum efnum, en ef einhver þessara mætu knattspyrnuáhugamanna koma þarna inn fyrir hans tilstuðlan óska ég Geir Þorsteinssyni innilega til hamingju.  KSÍ hefur nú ferskt yfirbragð, fólks sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu knattspyrnunnar á Íslandi.  Á vettvangi aðildarfélaganna!  Gott KSÍ.


mbl.is Þórir ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband