Þú ert aldrei einn á ferð!
22.2.2007 | 16:43
Snilldarlið og snilldarúrslit. Konan hélt ég væri bilaður í marki tvö, hef róast mikið undanfarin ár í ofsaást minni á Liverpool en í gær reif sig upp gamall villingur.
Á þennan fína "headphone" sem þýddi það að konan vann í sjónvarpsrýminu án þess að vita hvað var í gangi í leiknum. Eftir 74ra mínútna leik á Camp Nou brá henni víst aðeins þegar ég stóð upp úr sófanum, hoppaði yfir hann (hélt ég gæti það ekki ennþá) - fagnaði eins og villimaður, og tók golfdræf inní eldhúskrókinn og stofuna vælandi YES!
Eftir skammarlestur konunnar settist ég niður, skalf í 20 mínútur og táraðist svo af gleði. Það er svo hrikalega mikil snilld að halda uppá Liverpoolliðið, svo hrikalegur unaður! Tala nú ekki um þegar Barca lét vesalings Eið horfa upp á þennan leik í 82 mínútur.
Nú er bara að klára á Anfield!
Frækinn sigur Liverpool á Camp Nou | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður, rakst á þetta blogg fyrir tilviljun.
Alveg innilega sammála þér með þennan leik. Ég, Eisi, Ástþór, Ívar og Trausti grétum af gleði yfir þessum ósköpum.
Lalli (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:59
Nú þykir mér stormur í vatnsglasi........ Ágætt að menn geta lifað sig inn í þetta ennþá. Man nokkrar góðar (og margar slæmar reyndar) svona fagnaðarstundir, sem oft urðu á kostnað þeirra sem minna máttu sín í þá daga. Glaður að enginn sat sár eftir í gær, nema kannski Eiður Smári sem þurfti að horfa upp á þessi ósköp. Það er alltaf gaman þegar litlu liðin ná árangri og ég leyfi mér að líkja þessu við það þegar ÍA sigraði Feyenoord hér um árið. "There's only one United......"
Örn Arnarson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 18:44
Ég skal ekki neita því að þetta kom mér dálítið á óvart en gleiðin var meiri fyrir vikið. Kom mér reyndar ekki eins á óvart og sigur Man.Utd. á Lille og leyfi ég mér að líkja því við er Man.Utd. vann Liverpool hér um árið.
Kv. Viddi
viddi (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.