Er þessari vitleysu kannski að ljúka?

Mikið óskaplega var ég glaður að sjá ræfilstuskuna hann Tony Blair í gær tilkynna það að Bretarnir ætli sér heim frá Írak.  Þetta Íraksstríð er ein mesta heimska mannkynssögunnar og öfugt því bulli sem fram fór í Víetnam hópuðust þjóðir að Ameríkönum til að hjálpa þeim að berjast við "öxuldindla hins illa", sem nú voru arabar en ekki "Víetkongar".

Ég ætla ekki að gera lítið úr illmennsku Saddam Hussein - hann níddist á smáborgurum síns lands og á alla mína andúð í því.  Stórveldisstefnan sem ríkt hefur í Bandaríkjunum á tíma George Bush á hins vegar bara heima í Bandaríkjunum.  Ekki í Mið-austurlöndum, í Írak eða Afganistan.

Veit ekki hvað margir hafa lesið "Flugdrekahlauparann", sem er án ef með þeim bestu, ef ekki sú besta sem ég hef lesið.  Þegar maður les þá bók, sem fjallar um Afganistan og deilur íbúa þess lands innbyrðis finnst mér svo augljóst að fólk úr okkar heimshluta á ekki að skipta sér mikið af málum þar.

Við einfaldlega skiljum ekki hugsanagang þessa fólks og verðum að nota aðrar aðferðir en þær að berja inn okkar viðhorf með hríðskotabyssum, flugskeytum og niðurlægjandi ofbeldi.

Þess vegna gladdist ég yfir því að Bretar virðast ætla að skríða frá "sínum" svæðum í Írak, enda ljóst að þeir ráða engu þar og einungis er verið að sóa breskum og íröskum mannslífum til einskis.

Það eina sem er að gerast í þessu landi þarna suðurfrá er að þessar aðgerðir eru að kljúfa það, minnst í tvennt, og ótrúlegar hörmungarsögur af lífi í þessum átökum munu fara að berast.  Ætli við fáum nýja "Deer hunter", eða "Platoon" fljótlega?

Verst að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson horfðu ekki á þessar myndir.  Hjálmar Árnason þó sá ljósið en Jón formaður (sko alls ekki forseti) sló á slíkt hjal.  Það á að halda áfram að halda í þá vitleysu að við höfum verið á réttum stað í Íraksdeilunni, sama hvaða viðbjóður er að hljótast af þessu tilgangslausa stríði.

Á meðan svoleiðis er finnst mér erfitt að horfa til þessara stjórnmálaflokka sem valkost í næstu kosningum.  Ísland á ALDREI að vera þátttakandi í stríði. Aldrei!


mbl.is Talabani fagnar brotthvarfi Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband