Hæhó.
Hefur blöskrað svolítið að undanförnu málflutningur umrædds Páls sem að virðist skynsamur maður algerlega í stríði við starfandi grunnskólakennara.
Skora á fólk að líta á síðuna hans og kommenta, en læt hér fylgja með svar við hugleiðingum hans um niðurbrotna og metnaðarlausa stétt sem er á villigötum. Semsagt, kennara.
Sæll Páll.
Fyrir það fyrsta er það einfaldlega alrangt að ekki sé leyfilegt að víkja nemendum sem stofna sinni heilsu og annarra í hættu tímabundið úr skóla. Sem deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri hef ég orðið að bregðast á þann hátt við svipuðum atvikum og þú ert að lýsa.
Það þarf hins vegar að gera á löglegan hátt og af virðingu við nemandann og forráðamenn hans/hennar því Ísland hefur lög um "fræðsluskyldu" en ekki skólaskyldu.
Ég veit ekkert í hvaða skóla þú varst en ég man vel eftir alvarlegum atvikum í mínum skóla sem barn og unglingur. Þá, eins og nú, var farið misvel eða illa með kennara og/eða skólastjóra. Tel kennara í dag mun hæfari í starfi sínu en þegar ég hóf kennslu fyrir 13 árum.
Við einsetningu grunnskólans gerðist það nefnilega helst að áhugasömu eldhugarnir héldu áfram að kenna á meðan að þeir sem voru í starfinu fyrir pening flosnuðu margir frá. Ég kenndi í tvísetnum skóla og lofa því að munur á gæðum kennslu og skólastarfs eftir einsetningu er gríðarlegur, í hag einsetningar.
Enda myndi þjóðfélag samtímans aldrei sætta sig við það að börn væru í skóla frá 8 - 12 eða 13 - 17 eins og var þá. Dagvistarstofnanir myndu þá spretta upp eins og gorkúlur.
Það er náttúrulega ábyrgðarhluti hjá þér, sem virðist vera heilsteyptur maður sem mark er tekið á, að tala um kennarana sem örvæntingarfulla og niðurbrotna stétt fólks sem hefur ekki menntun barna sem baráttumál sitt!!!!!
Framsæknara skólastarf held ég að finnist vart annars staðar en hér. Hef komið í grunnskóla í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Englandi, Írlandi, Þýskalandi, Belgíu, Portúgal, Spáni og Kanada. Íslenskir skólar eru í hæsta gæðaflokki þar, ásamt skólum frá Kanada og Svíþjóð, tel þá standa okkur örlítið framar á þessari stundu en við sækjum að.
Maður sem talar svo um að aðskilja félagslega þjónustu og skóla veit nú ekki margt um samfélagið sem hann byggir. Hvar á að geyma þau börn sem búa við erfiða félagslega stöðu, eða eiga við sértæka námsörðugleika að stríða, jafnvel fötlun?
Heldurðu kannski að staðir eins og Breiðavík séu betri lausnir en t.d. Hagaskóli, Austurbæjarskóli, Glerárskóli eða Grunnskóli Borgarfjarðar.
Samfélagið á að setja líðan barna og menntun í fyrsta sæti. Í dag er verið að tala um hryllingssögur úr fortíðinni, sem fyrst og fremst ráðast af því gríðarlega fjársvelti sem þessi málaflokkur hefur verið í undanfarin 40 - 50 ár. Ekki er langt síðan samgönguráðherrann tilkynnti um átta jarðgöng víðsvegar um land, en nú á dögunum var verið að hefja byggingu á húsnæði fyrir BUGL, SEX ÁRUM SÍÐAR EN REIKNAÐ VAR MEÐ. Um 100 börn eru á biðlista þangað inn. Hvar heldur þú Páll að þau börn séu á virkum degi í nóvember. Á skólinn að loka þau úti??? Eigum við að bjóða í Breiðuvík??? Í raun væri það góð lausn ef hægt væri að borga sérfræðifólki það góð laun að þau fengjust til uppbyggingarstarfs með börnum sem við höfum séð að undanförnu sem niðurbrotna einstaklinga sem kerfið eyðilagði!!!! Það er mikill barnaskapur og einföldun að telja að skólar Íslands í dag eigi bara að "losa sig við félagslegu vandamálin og fara að kenna". Slíkar fullyrðingar eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, hvað þá Reykvískum raunveruleika.
Svo bullið um leiðbeinendurna í lok aldarinnar! Það hefur aldrei verið eins lágt hlutfall leiðbeinenda og nú er í skólum landsins. Bylting orðið þar á síðustu 10 árin.
Svo er það þér og öðrum til skammar að láta eins og allir helstu kennarar landsins séu flúnir úr skólunum!!! Þú gafst upp eftir eina önn, en það gerir þig að mínu viti að minni kennara en þeim sem héldu áfram.
Kennsla er stórkostlegt starf sem gefur af sér mikla gleði. Í dag er ekki hægt að nota kennara sem ekki koma undirbúnir og fullir eldmóðs til starfa með börnum. Foreldrasamfélagið og sveitarstjórnir hafa sem betur fer heimtað meiri árangur en fyrir 15 - 25 árum þar sem ekki var óalgengt að í skólunum ynnu menn með kennslu sem aukavinnu, undirbjuggu sig aldrei og virtu ekki nema suma nemendur viðlits. Þeir sem minna máttu sín sátu undir endalausu ámæli, hver sem ástæða þess var.
Ég held Páll að þú sért að grafa þér stöðugt dýpri gröf. Þú talar fallegt mál og vel skiljanlegt en það sem hér kemur fram er alveg kolrangt og til þess fallið að gera lítið úr þúsundum fólks sem vinnur að námi barna þessa lands. Ef við myndum gera almennilega við nemendur á grunnskólaaldri og það frábæra fólk sem þeim leiðbeina eru mestar líkur á því að Kastljós árið 2037 verði frelsað frá hryllingssögum úr íslenskum raunveruleika.
Nóg í bili.
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Snæfellsbæ.
Sæll Páll.
Fyrir það fyrsta er það einfaldlega alrangt að ekki sé leyfilegt að víkja nemendum sem stofna sinni heilsu og annarra í hættu tímabundið úr skóla. Sem deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri hef ég orðið að bregðast á þann hátt við svipuðum atvikum og þú ert að lýsa.
Það þarf hins vegar að gera á löglegan hátt og af virðingu við nemandann og forráðamenn hans/hennar því Ísland hefur lög um "fræðsluskyldu" en ekki skólaskyldu.
Ég veit ekkert í hvaða skóla þú varst en ég man vel eftir alvarlegum atvikum í mínum skóla sem barn og unglingur. Þá, eins og nú, var farið misvel eða illa með kennara og/eða skólastjóra. Tel kennara í dag mun hæfari í starfi sínu en þegar ég hóf kennslu fyrir 13 árum.
Við einsetningu grunnskólans gerðist það nefnilega helst að áhugasömu eldhugarnir héldu áfram að kenna á meðan að þeir sem voru í starfinu fyrir pening flosnuðu margir frá. Ég kenndi í tvísetnum skóla og lofa því að munur á gæðum kennslu og skólastarfs eftir einsetningu er gríðarlegur, í hag einsetningar.
Enda myndi þjóðfélag samtímans aldrei sætta sig við það að börn væru í skóla frá 8 - 12 eða 13 - 17 eins og var þá. Dagvistarstofnanir myndu þá spretta upp eins og gorkúlur.
Það er náttúrulega ábyrgðarhluti hjá þér, sem virðist vera heilsteyptur maður sem mark er tekið á, að tala um kennarana sem örvæntingarfulla og niðurbrotna stétt fólks sem hefur ekki menntun barna sem baráttumál sitt!!!!!
Framsæknara skólastarf held ég að finnist vart annars staðar en hér. Hef komið í grunnskóla í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Englandi, Írlandi, Þýskalandi, Belgíu, Portúgal, Spáni og Kanada. Íslenskir skólar eru í hæsta gæðaflokki þar, ásamt skólum frá Kanada og Svíþjóð, tel þá standa okkur örlítið framar á þessari stundu en við sækjum að.
Maður sem talar svo um að aðskilja félagslega þjónustu og skóla veit nú ekki margt um samfélagið sem hann byggir. Hvar á að geyma þau börn sem búa við erfiða félagslega stöðu, eða eiga við sértæka námsörðugleika að stríða, jafnvel fötlun?
Heldurðu kannski að staðir eins og Breiðavík séu betri lausnir en t.d. Hagaskóli, Austurbæjarskóli, Glerárskóli eða Grunnskóli Borgarfjarðar.
Samfélagið á að setja líðan barna og menntun í fyrsta sæti. Í dag er verið að tala um hryllingssögur úr fortíðinni, sem fyrst og fremst ráðast af því gríðarlega fjársvelti sem þessi málaflokkur hefur verið í undanfarin 40 - 50 ár. Ekki er langt síðan samgönguráðherrann tilkynnti um átta jarðgöng víðsvegar um land, en nú á dögunum var verið að hefja byggingu á húsnæði fyrir BUGL, SEX ÁRUM SÍÐAR EN REIKNAÐ VAR MEÐ. Um 100 börn eru á biðlista þangað inn. Hvar heldur þú Páll að þau börn séu á virkum degi í nóvember. Á skólinn að loka þau úti??? Eigum við að bjóða í Breiðuvík??? Í raun væri það góð lausn ef hægt væri að borga sérfræðifólki það góð laun að þau fengjust til uppbyggingarstarfs með börnum sem við höfum séð að undanförnu sem niðurbrotna einstaklinga sem kerfið eyðilagði!!!! Það er mikill barnaskapur og einföldun að telja að skólar Íslands í dag eigi bara að "losa sig við félagslegu vandamálin og fara að kenna". Slíkar fullyrðingar eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, hvað þá Reykvískum raunveruleika.
Svo bullið um leiðbeinendurna í lok aldarinnar! Það hefur aldrei verið eins lágt hlutfall leiðbeinenda og nú er í skólum landsins. Bylting orðið þar á síðustu 10 árin.
Svo er það þér og öðrum til skammar að láta eins og allir helstu kennarar landsins séu flúnir úr skólunum!!! Þú gafst upp eftir eina önn, en það gerir þig að mínu viti að minni kennara en þeim sem héldu áfram.
Kennsla er stórkostlegt starf sem gefur af sér mikla gleði. Í dag er ekki hægt að nota kennara sem ekki koma undirbúnir og fullir eldmóðs til starfa með börnum. Foreldrasamfélagið og sveitarstjórnir hafa sem betur fer heimtað meiri árangur en fyrir 15 - 25 árum þar sem ekki var óalgengt að í skólunum ynnu menn með kennslu sem aukavinnu, undirbjuggu sig aldrei og virtu ekki nema suma nemendur viðlits. Þeir sem minna máttu sín sátu undir endalausu ámæli, hver sem ástæða þess var.
Ég held Páll að þú sért að grafa þér stöðugt dýpri gröf. Þú talar fallegt mál og vel skiljanlegt en það sem hér kemur fram er alveg kolrangt og til þess fallið að gera lítið úr þúsundum fólks sem vinnur að námi barna þessa lands. Ef við myndum gera almennilega við nemendur á grunnskólaaldri og það frábæra fólk sem þeim leiðbeina eru mestar líkur á því að Kastljós árið 2037 verði frelsað frá hryllingssögum úr íslenskum raunveruleika.
Nóg í bili.
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Snæfellsbæ.