Grasrótin að vakna?

Sýnist svo vera.

Enda finnst mér gott að umræðan sé farin í gang núna, helst koma henni inn í alþingiskosningarnar í vor.  Viljum ekki sigla inn í sumarið með súran svip á andlitum.  Það gæti þýtt erfiðleika í mönnun skólanna næsta haust

Vonandi að þessi mikla blogg-umræða sem hér hefur farið fram vítt um bloggheima sé að skila sér líka til annarra en okkar sem höfum hátt hér.

Ég vona t.d. að við förum að heyra viðhorf samtaka eins og "Heimilis og skóla" og annarra hagsmunasamtaka barna á landinu.

Ég held nefnilega að flestir foreldrar séu ánægðir með kennara barna sinna og skólann sem þau ganga í.  Ég held líka að flestir þeir sem eru óánægðir hafi leitað með þá óánægju til skóla barna sinna, ég tel líka líklegt að þar hafi þeir fundið ótvíræðan samstarfsvilja þeirra sem í skólunum starfa.  Ég tel það líklegt sem foreldri sjálfur auk þess að hafa starfað í skólum.

Þess vegna skora ég á fólk sem er að blogga um þessa kennaradeilu!  Þeir sem ekki eru kennarar, talið um ykkar reynslu af skóla, sem nemendur eða foreldrar.  Finnst ykkur þeir sem kenndu ykkur eða kenna börnum ykkar vera rétti beittir í launamálum?????

Gaman væri að heyra viðhorf foreldra.......... Jákvæð og neikvæð!


mbl.is Kennarar í Víkurskóla skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta kjör kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

ég var einmitt að kalla eftir því sama.

Foreldrum er ekki sama um þetta ástand og það er von mín að þeir beiti sér fyrir því að það náist þjóðarsátt um grunnskólann.

Ég heyrði í kennara sem sendi inn bréf í moggan í gær eftir áratuga þögn . Margir foreldrar sem hún hefur kynnst í gegnum starf sitt hringdu í hana og lýstu áhyggjum sínum á því að ef hún léti verða að þvi að hverfa úr starfi, þá myndi glatast áratuga reynsla úr grunnskólanum.

Ekki bara hennar eigin reynsla heldur eins og hún lýsti svo vel í grein sinni, reynsla forfeðra hennar. Kennsla og menntun hefur verið umræða á hennar heimili allt hennar líf þar sem foreldrar hennar eru bæði kennara og systur hennar líka.

Þegar hún spurði einn pabbann sem hafði samband við hana hvort hann hefði ekki starf fyrir hana, þá sagði hann að það væri heiður fyrir sig að hún vildi starfa fyrir fyrirtækið hans, en hann hefði meiri áhyggjur af syni sínum sem með því glataði frábærum kennara og það gæti hann ekki haft á samviskunni. Hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi væri til að hún hreinlega færi ekki úr kennslu.

Foreldrar nú er komið að ykkur, hvers virði er menntun fyrir framtíð barna ykkar.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 23.2.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég segi hún er mikils virði menntunin. Ég hef misgóða reynslu af skólagöngu "skæruliðanna" minna.  Viðhjónin þurftum oft að beita okkur vegna þess aðþað erum jú við sem þekkjum börnin okkar best.  Skólar þeirra voru mismunandi. Stundum fannst mér að hagur stráka væri minni en stelpna í skólanum.  (Sjálf fyrrverandi kvennalistakonan). Stundum fannst mér prinsippin of stíf og eiginlega bara virt prinsippanna vegna en ekki vegna skynsemi af nokkru tagi. Ég er viss um að margt hefur breyst til betri vegar almennt. Það eru jú 8-10 ár síðan. Strákarnir eru fínir og hafa staðið sig vel eftir grunnskóla.  Vona að góð mennastefna hjá sveitarfélögum verði vörðuð með mannsæmandi launum.Það er grundvallaratriði.

Vilborg Traustadóttir, 24.2.2007 kl. 00:05

3 identicon

Það er rétt hjá þér Vilborg að skólinn er nokkuð stúlknamiðaður - hver ástæðan er veit ég ekki og hún er sennilega ekki einhver ein.  Ein ástæðan gæti verið sú að kvenkennarar eru meginuppistaða kennaraliðs skólanna og við höfum ákveðna tilhneygingu til að miðla út frá okkur sjálfum sem kennarar.  Spurning hvort betri laun lokki fleiri karlkennara inn í skólana og við fáum þannig fjölbreyttara viðhorf inn í skólana. 

Inga (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 00:21

4 identicon

Eitt sem ég skil ekki að þegar starfstéttir sem er með samninga í gildi eru að fara fram á leiðréttingu á launum,áður en síðasti kjarasamningur rennur út,hér áður fyrr var barist fyrir leiðréttingum á launum þegar fyrri samningar eru útrunnir.Fólk sem er í þeim stéttum sem hafa mikil áhrif eins og kennarar eru eru að þrýsta á leiðréttingu fyrirfram eru ekki sanngjarnar fram yfir annað launafólk.Mér sem foreldri finnst það ósanngjarnt að kennarar eru með stuttu millibili að þrýst á meiri launahækkanir fram yfir annað launafólk ósanngjarnar.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 00:22

5 identicon

Góð spurning "Finnst ykkur þeir sem kenndu ykkur eða kenna börnum ykkar vera rétti beittir í launamálum?????"

Ég veit það ekki ég hef engan samanburð það er vandinn. Ég held að þið séuð beittir miklu meiri órétti á faglegum sviðum, vali á námsefni, aðferðum og fleirru sem ætti að vera öllum starfstéttum eðlilegt. Hugsaðu þér smið sem þyrfti alltaf að nota sömu tegund af verkfærum og alltaf vinna eftir sama verkskipulaginu sem kæmi frá ríkinu.

Er ekki kominn tími til að þið berjist fyri opnara skólakerfi því launin lagast við það. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 02:21

6 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Þakka flottar athugasemdir.  Margt til í skoðun Ingu og Vilborgu um ákveðna "stúlkumiðun" grunnskólans.  Sú umræða í gangi í skólanum og klárlega er það ein ástæða þess að ég tel hugtakið "einstaklingsmiðað nám" vera lykilatriðið.

Það er líka rétt hjá Vilhjálmi að mínu mati varðandi viðfangsefni í skólastarfi.  Hefur verið of miðstýrt og miðað að "ríkisskilningnum" sem birtist í "Aðalnámskrá" og samræmdum prófum.

Þó tel ég að menn séu að sjá að skólastarf þurfi að lifa í frjálsræði.  Er t.d. mjög ánægður með viðhorf skólanefndar og skólayfirvalda tengdu mínum skóla.  Fyrir mig sem skólastjóra er mjög mikilvægt að ég fái að kynnast starfsmannahópnum mínum, nemendum og kennurum og fái svo að móta skólastarf út frá því.

Auðvitað er það rétt hjá Jóhönnu að slíkar umræður eigi ekki að vera í gangi milli kjarasamninga, en ég held að endir síðustu kjaradeilu hafi verið sár fyrir kennarastéttina og mjög mikilvægt að vel og vandlega verði farið yfir málin áður en kjarasamningar losna.  Í mínum skóla mæta kennararnir alltaf með bros á vor inn í bekkina sína, þrátt fyrir að þeir hafi áhyggjur af launamálum sínum.  Umræðan skemmir engan, báðar samninganefndir eru að heyra hana og hljóta að taka mark á hinum venjulega kennara.

Flott innlegg í þessa umræðu.  Fínt að fá fleiri slík.

Magnús Þór Jónsson, 24.2.2007 kl. 09:56

7 identicon

Mig langar nú samt að bæta við fyrir hana Jóhönnu að kennarar eru núna að reyna að fá SÖMU leiðréttingar á sínum samningi eins og nánasta ALLAR aðrar stéttir hafa fengið síðastliðið ár.  Það er ekkert verið að ræða um nýjan samning og kennarar eru mjög vel meðvitaðir um það.  Endurskoðunarákvæði í samning kennara ætti að vera virt til jafns við endurskoðunarákvæði í samningum ASÍ.

Örn Arnarson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 10:59

8 identicon

Sæll Maggi. Ég er búinn að fara í gegnum þessa umræðu hér á netinu og er hún upplýsandi og skemmtileg. Viðhorfin sem mæta manni eru samt nokkuð sérstök og finnst mér oft eins og fólk gleymi stund og stað og skrifi hvað sem er. Við megum samt ekki svitna yfir þessu öllu heldur horfa fram á veginn og sækja fram. Eyðum ekki kröftum í eitthvað sem er ekki svaravert og skrifum frekar eitthvað eins og þú ert að gera hér með þessari grein. Þá fáum við svör við þörfum spurningum sem skipta máli.

Kv. Viddi

Viddi (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband