Ringlandi.......

Aðalmálið sem bætist í umræðuna þarna var mæling Hagstofu á brottfalli réttindakennara.  Það er áhyggjuefni fyrir íslenskt þjóðfélag, án vafa.  Einnig því að núverandi samningakerfi sé fullreynt.

Las grein eftir skólasystur mína, ljóðskáldið Ingunni Snædal í blaðútgáfu Moggans á sunnudaginn.  Þar var hún að heimfæra útkomur okkar úr alþjóðlegum könnunum í tengslum við ummæli ríkisstjórnarmeirihlutans og ráðherra menntamála um hversu stolt við megum vera af okkar menntakerfi.

Vel pennafær, ljóðskáldið Ingunn.  Og mjög margt til í flottri grein hennar.  Var alvarlega farinn að vera sammála henni í því að vera algerlega andvígur ríkisstjórninni.

Þá horfði ég á föður hennar, Vilhjálm Snædal frá Skjöldólfsstöðum og aðra mektarbændur af Jökuldal lýsa ánægju sinni með Kárahnjúkavirkjun og lýsa frati á umhverfissinna sem berjast gegn hreinni orku.  Villi fór á kostum í viðtalinu, svo ég var allt í einu orðinn svo glaður með þá ákvörðun að virkja þannig að rafmagn verði notað til að knýja álver.  Í stað kola eða olíu út í heimi.  Þetta er jú einn heimur, mikilvægari en rennsli Jökulsár um Jökuldal og Hlíðina í Héraðsflóann.

Nema það að Ingunn skrifaði flott ljóð um Jöklu sína......

Hvað er rétt og hvað er rangt!!!!!


mbl.is Heimili og skóli lýsa yfir áhyggjum af viðræðuslitum kennara og launanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæti. Gaman að sjá þig og heyra. Og gott að heyra að þú varst ánægður með greinina mína. Jamm, við pabbi erum ekki alltaf sammála um hlutina. Bið að heilsa Thelmu. kv, Ingunn

Ingunn Snædal (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband