Fjallabyggð og fingur.

Jæja.

Horfði á X-Factor í kvöld.  Eins og venjulega hlægileg símakosning og svo hlægileg ákvörðun dómarans hvern átti að senda heim og hver átti að vera áfram.  Þessi þáttur er að verða stærsta flopp í sögu 365-ljósvakamiðla.  Þvílíkt hallæri.  Ásgeir skjólstæðingur minn og þjálfari spurningaliðs Breiðholtsskóla sem vann sinn gáfumannabikar á sínum tíma bjargaði kvöldinu með því að vinna MA í gini ljónsins á Akureyri.  Flottur Ásgeir!  Gaman að sjá efnilegt fólk á ferð.

Þá erum við komin að efnilegu fólki.  Er enn að venjast því að vera frá Fjallabyggð að hluta.  Fer reglulega á http://212.30.223.18/news.php og gríp það sem er að gerast á Sigló, sem nú er víst að verða "Vesturbær" Fjallabyggðar!!!!!  Frábær síða Steingrímur, á að verða til þess að svona snillingar eins og Jón Ársæll eða Gísli Einarsson stökkvi til og bendi landanum á stórvirkið sem unnið er á hverjum degi í fréttaflutningi frá Siglufirði, sorry, Fjallabyggð.

En.  Efnilega fólkið!  Inga Sæland er líka frá Fjallabyggð!!!! Eystri.  Einu sinni hét það Ólafsfjörður.  Hún var að keppa í X-Factor í kvöld og söng Abbalag ágætlega.  Ekki eins vel og þau tvö sem sátu í neðstu sætunum í kvöld en var indæl. 

Mig langar samt að lýsa aðdáun minni á þessari konu og því sem hún er að ganga í gegnum núna.  Við Fjallbyggðingarnir (er þetta rétt?) eigum það sameiginlegt að hafa misst smápart af fingri.  Þessi kona á fimmtugsaldri mætir þrátt fyrir það á hverju föstudagskvöldi og syngur fyrir alþjóð.  Ég man vel þegar þurfti að klippa 16 mm. af mínum fingri.  Það var hreinn ömurleiki og sársaukinn alveg ferlegur.  Algerlega uppdópaður og allar venjulegar lífsvenjur voru skrýtnar í svona 4 - 6 vikur.  Svo vandist það.

Á þeim vikum var ég bara að lesa blöðin og glápa á video með puttann minn innpakkaðann.  Þurfti að passa hendina á meðan ég labbaði, sat og svaf.  Þess vegna langar mig að hrósa Ingu, sem er klárlega "Shaken but not stirred".  Reiknaði greinilega með að falla út í kvöld.  Þú ert að sýna alveg heljar grimmd Inga.  Ætla bara að halda með þér.  Sosum alveg klárt að Jógvan kallinn vinnur, en þú ert hetja í mínum huga!  Fyrsti Ólafsfirðingurinn held ég sem færð þann stimpil í mínum haus, eins gott að þetta er orðið Fjallabyggð!  Sennilega löngu kominn tími á sameiningu.......... Áfram KS/Leiftur!!!!!

Að lokum finnst mér ofboðslega gaman að sjá að Ingunn vinkona mín hafi lesið síðuna mína.  Skila kveðjunni til Thelmu og langar að benda á nokkuð skemmtilegar auglýsingar um lausar kennarastöður í Snæfellsbæ sem munu birtast á næstu vikum.........  Vantar alltaf hressan Jökuldæling, hvar sem er!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband