Góugleði á Hellissandi.
3.3.2007 | 15:34
Er í kvöld!!!
Við hjónaleysin fáum þann heiður að vera veislustjórar á árlegri Góugleði í Röstinni í kvöld. Hlökkum mikið til - enda stóra djammið á Sandinum ár hvert. Gærkvöldið fór í undirbúning og aðlögun, kyngdum því með huggulegu rauðvíni og smá hlátrasköllum.
Á undan ætlum við að heimsækja heimasætuna úr Lýtingsstaðahreppnum, Sigrúnu Baldurs og ektamakann Óla Ólsen. Fordrykkur, hlaðborð og heimatilbúin skemmtiatriði. Tengdó komin að passa Birtu og því ljóst að stuðið stendur fram á nótt með Upplyftingu.
Svolítið gaman að rifja upp muninn á skemmtunum í höfuðborginni og úti á landi. Þarna förum við handviss um það að hitta fullt af fólki sem við þekkjum og allir staðráðnir í að njóta þeirrar skemmtunar sem í boði er. Sannkallaður viðburður. Ólíkt því að rölta í miðbæinn og vona að maður hitti á skemmtilegt fólk. Kemur betur í ljós eftir kvöldið hvernig samanburðurinn kemur út!
Tölum ekki um Liverpool - United. Þjófnaður í dagsbirtu sem skilur mann eftir svekktan og maður heimtar nýja framherja eftir slíkan leik.
En aftur, taumlaus gleði í Röstinni í kvöld....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.