Ný skoðanakönnun

Jæja.

Þá ætla ég að henda inn nýrri skoðanakönnun sem tengist eilítið þeirri staðreynd að fjölskyldan á Selhólnum tók ákvörðun um flutning út á land sl. vor og vonar innilega að fá möguleika á að framlengja þá veru.

Síðasta skoðanakönnun tengdist kosningum vorsins.  Eins og menn sem lesa þessa síðu hafa séð er ég aðeins ráðvilltur varðandi hvað ég á að kjósa.  Komandi úr starfi mínu með fólki er ég klárlega að horfa til fjölskyldumála sem ráðandi þáttar í minni ákvörðun.  Sem náttúruunnandi tel ég umhverfismálin skipta máli, en vill þó fara af yfirvegun og án upphrópana.

Í skoðanakönnuninni á síðunni bera tveir flokkar af, Samfylkingin með 35,2% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 28,0%.  Þá vinstri grænir með 19%.  Framsókn og Frjálslyndir á eftir, Íslandshreyfingin var ekki komin í gang þegar ég setti þetta af stað.

Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur komið fram með áherslu í skólamálum, "Unga Ísland".  Það sem ég hef lesið í því lýst mér vel á.  Hef aldrei stutt tekjutengingar bóta, öll börn eiga jafnmikið framlag skilið frá ríkinu.  Óháð foreldrum því slíkar bætur hljóta að eiga að koma að þeirra framfærslu.  Svo þegar talað er um að fella niður samræmd próf hringja nú bjöllur hjá mér, nenni nú ekki að rjúka af stað með pistil um það núna.  Nú er að sjá hvað hinir flokkarnir gera, grunnskólastigið hlýtur að skipta okkur öll miklu máli og óháð álverum og grængresi þarf að hlúa betur að fólki.

Annars, til hamingju Jógvan með X-Factor sigurinn.  Flottur strákur þar á ferð, hef trú á að hann nái vinsældum en flestallir aðrir keppendurnir týnist, eins og nær allt Idolfólkið.  Ísland er bara of lítið land til að svona fólk verði "hits", í svona litlu landi fær hæfileikafólk tækifæri, þarf ekki sjónvarpsþætti í það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Tek undir þetta með X-Faktor.  Er ánægð með Jógvan.  Kannski skapast nú rými á Færeyskum tónlistarmarkaði fyrir t.d. Hara!!!

Vilborg Traustadóttir, 7.4.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband