Hvaða rugl er á ferðinni hér???

Er þetta land okkar virkilega að breytast í einhvern leiksopp stórfyrirtækja sem vaða áfram studd af stjórnvöldum sem eru uppteknari af framkvæmdum til að viðhalda þenslunni en þeirri hugsjón Íslendinga að nú sé að verða komið nóg af framkvæmdum!

Mér finnst það hlálegt og skammarlegt ef að Alcan, stutt af stjórnvöldum, setur upp stórt álver sem sést klárlega úr Hafnarfirði.  Er verið að gera grín að vilja meirihluta þess bæjarfélags???

Ég viðurkenni alveg að ég sveiflast um í umhverfisverndinni.  Mér fannst t.d. ásættanlegt að reisa álver fyrir austan til að koma þar inn með ný atvinnutækifæri og auka fjölbreytni í atvinnuflórunni.  Ég sé enga ástæðu til að hlaða upp álverum á höfuðborgarsvæðinu.

Er á því að það þurfi að fara að gefa út framtíðina í þessum málum öllum.  Ef á að setja upp nýtt álver á að finna því stað þar sem fólki vantar fjölbreyttari atvinnutækifæri.

Alcan hefur á sér fínan stimpil.  Ég hef náttúrulega heilmikið verið í Hafnarfirði, unnið þar og á fullt af ættingjum og vinum.  Álverið og fyrirtækið hefur verið fólki gott.

Það fólk á ekki skilið að Alcan skutli upp álveri utan við girðingu Hafnarfjarðar og veifi glottandi til þeirra.

Og íslenskir pólitíkusar eiga að fara að segja hvað þeir ætla sér í stóriðjumálum.


mbl.is Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei en það eru 4 ástæður fyrir keilisnesinu sem 1.hafnaraðstaða ,það er auðvelt að byggja höfn þarna utfrá 2.svæðið er á skipulaginu skilgreint sem iðnaðarsvæði 3.háspennulinur það er lína frá búrfelli ef ætti að leggja nyja línu þá þýðir það nytt umhvervismat.4.mannafli það eru núverandi starfsmenn sem munu flytjast til.

otto (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 04:49

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hafnarfjörður kom til Alcan en ekki Alcan til Hafnarfjarðar.  Svo þegar Hafnarfjörður kom til Alcan sögðu 88 Hafnfirðingar.   Burt......

Vilborg Traustadóttir, 9.4.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband