Góð helgi og dagur.
16.4.2007 | 20:52
Jæja.
Flott helgi. Gaman á afmælisdaginn. Afbragðs skata hjá Óla, tala nú ekki um þegar hnoðmorinn var kominn. Liverpool reyndar frekar slakir í leiknum og 0-0 jafntefli staðreynd. Létum það nú ekki skemma fyrir okkur, setti upp snakkborð og tók á móti nokkrum gæðingum um kvöldið.
Fúsi, Hebbi, Gunnsteinn og Atli fulltrúar tippklúbbsins, Elfa hélt merki kvenþjóðarinnar á lofti. Helga var reyndar að spila blak og datt ekki inn heima hjá sér fyrr en um miðnætti en náði þó að sitja aðeins hjá okkur áður en gengið var til náða.
Svo var stormað í Hólminn í sunnudagsrúnt. Fínheita sundlaug þeirra Hólmara prufuð og aldrei er farið í Hólminn án þess að kíkt sé í Bónus. Svo keyrt á Sandinn, með ísstoppi og rólegheitin við völd.
Í dag var það svo vinnan, en ánægjulegur endir á vinnudeginum. Síðasta embættisverkið var að mæta á opinn bæjarstjórnarfund þar sem samþykkt var samhljóða að fara í það að fastráða skólastjórann, Magnús Þór Jónsson.
Það þýðir m.ö.o. að nú er staðfestur vilji beggja til samstarfs, nokkuð sem er vissulega mikill og flottur áfangi. Nú á bara eftir að ganga frá samningi, sem ég held að verði áreynslulítið.
Fjölskyldan að staldra við á Nesinu um sinn. Flottur áfangi!
Athugasemdir
Til hamingju með þetta allt saman. Blakið líka .
Vilborg Traustadóttir, 16.4.2007 kl. 21:06
Vííí... Til hamingju með það! :) Gott að vita af góðum þarna fyrir vestan
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 21:11
Til hamingju Maggi, hef lesið það hér á síðunni að þú vonaðist eftir þessu. Og líka til hamingju með afmælisdaginn. Kær kveðja á nesið. Vonandi gefur maður sér tíma til að kíkja á ykkur einhven daginn. Vilborg kom með þá snilldarhugmynd að setja upp sögusýningu í vitanum á Sauðanesmótinu....myndlist, leir, ljóð, minningar, myndir....???? Hvernig væri það ?? Magga "móða"
Magga frænka (móða) (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:15
Innilega til hamingju með fastráðninguna kæri bloggvinur. Ertu ekki að grínast þegar þú segist hafa borðað skötu??? Og það án þvingana. Ég á ekki orð
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.