Mikilvægt að hart sé á tekið.

Því miður, því miður hefur enn einn veikur einstaklingur skemmt líf nokkurra annara á hryllilegan hátt.

Ég hef kynnst fórnarlömbum slíkra manna í vinnu minni með börnum.  Það hefur fært mig nær þeim afleiðingum sem slíkt ofbeldi veldur sálarlífi fórnarlambanna.  Í sumum tilvikunum höfðu einstaklingar gert viðvart um atburðinn, í einhver skipti hafði enginn vitað af þeim fyrr en skyndilega löngu seinna.

Ekki fyrir löngu síðan brotnaði stúlka saman í viðtali við mig og lýsti 10 ára gömlum viðburðum.  Ég var sá fyrsti sem hún sagði frá.

Eftir þann feril og þá líðan sem ég varð svo varanlega var við þá er ég enn sannfærðari um mikilvægi þess að mál eins og þessi séu litin alvarlegum augum.  Mjög mikið sannfærðari.....


mbl.is Ákærður fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Af hverju er ekki tekin upp sú regla hér á landi að lagðir séu saman dómar. Það er ef maðurinn er dæmdur samkvæmt gr 202 til 12 ára fangelsis og svo samkvæmt grein 209 til fjögurra ára og svo til tveggja ára fangelsis fyrir vörslu barnakláms, samtals 18 ár í fangelsi.

Það þykir mér vera réttlátari dómar, skárri en dómar þeir sem fallið hafa hingað til í þessu dómskerfi magnafslátta.

Ólafur Björn Ólafsson, 21.4.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband