Gleði á Hlíðarenda!

Gamla Valshjartað slær ört í dag.  Þrátt fyrir hvítbláa ást á ÍR, æskutaugina á Sigló og aðlögun að Víking/Reyni hefur rauði þráðurinn úr Reykjavík aldrei horfið.

Verð alltaf óskaplega glaður þegar Rauðliðarnir á Hlíðarenda lyfta bikar.  Auðnaðist sú gæfa að vinna fyrir Valsmenn um tíma og kynntist þar mikið af frábæru fólki.  Þar á meðal fékk ég að skrifa um leiki handboltaliðsins á heimasíðu félagsins og var því tíður gestur á handboltaleikjunum.

Mikið óskaplega var maður orðinn svekktur á tapleikjum í undan- og úrslitaviðureignum.  Í dag ríkti gleðin, sem birtist mest í taumlausum fagnaðarlátum og ótrúlegri vísu Markúsar Mána í viðtölum!

Óskar Bjarni er það sem ég hef kynnst öðlingsdrengur og á allt gott skilið.

Til hamingju, Valsmenn léttir í lund!!!!


mbl.is Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 20:36

2 identicon

Til hamingju enn og aftur Valsmenn !!!

Gott að dollan er geimd hjá ykkur núna. Núna er bara að reyna að halda henni þarna. 

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband