Klaufalegt í meira lagi!

Hef aldrei skilið reglugerðir um ríkisborgararétt, eða frekar hvað ræður.

Indælis drengur sem ég þekki vel og heitir Miralem Hazeta þurfti að bíða í fjölda ára eftir þeim rétti, þó alger fyrirmyndarmaður, duglegur og frábær viðbót við íslenskt samfélag.  Frábær íþróttamaður sem er nú knattspyrnuþjálfari, dómari og fyrirmyndarstarfsmaður í framhaldsskóla austur á landi.

Hann mátti á meðan þola það að kúbverskur handboltamaður og rússneskur fimleikamaður fengu hraðstimipil.  Þeir búa hvorugir hér lengur, lærðu aldrei málið og hafa litlu skilað til þjóðfélagsins.  Einhverja mánuði þurftu þeir til að fá stimpil.

Á umræddum fundi þessarar nefndar fengu 20 manneskjur nei.  Fram þarf að koma hvers vegna þau fengu nei, en unglingsstúlka, tengdadóttir Jónínu Bjartmarz fékk já.  Bull um að enginn hafi vitað hver þetta var er algerlega út í Hróa hött.  Tala menn ekki saman á Alþingi, eða í Framsóknarflokknum.  Auðvitað er þetta ekki saknæmt, en klaufalegt í meira lagi.

Ég er viss um að Framsókn tapar á þessu og þarna framdi Jónína pólitískt sjálfsmorð.  Nógu tæpt stendur hún nú þegar í sínu kjördæmi, þetta verður dropinn sem fyllir mælinn.  Ef Jón væri stjórnandi léti hann konuna segja af sér hið snarasta og skella öðrum í efsta sætið.  Fórna einstaklingi fyrir hópinn, eins og lið gera.  Allir sjá að þetta verður neikvæð umfjöllun um flokkinn sem Jón gæti snúið við með að taka á þessum klaufagangi ráðherra í stjórnarráði Íslands.

Held nú samt að Jón hafi ekki það bein í nefinu.  Framsóknarflokkurinn svífur um í óræðu rúmi þessa dagana, bíður þess að yngra fólkið taki við.

Sjáum hvað verður.


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já gat það verið að eitthvað svona ætti sér stað? Ég sagði alltaf hérna árum áður að útlendingaeftirlitið ynni eftir getþótta ákvörðunum hvers og eins dag frá degi. Þannig leit það út þegar ég þurfti á aðstoð þeirra að halda fyrir 20 árum síðan. Það sem gerði mér auðvelt að tala við þá var þetta sama gamla ef þú þekkir mann sem þekkir mann osf. Það hefur alltaf verið eitthvað dularfullt við þetta útlendinga system hérna og þetta kemur vissulega ekki á óvart......Lifi óréttlætið !!!!

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 14:40

2 identicon

Bara að það komi fram! Þá synjaði Útlendingastofnun umsókn hennar þar sem hún uppfyllti ekki þau skilyrði til að sækja um ríkisborgararétt.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 15:41

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég hef slltaf haft mikið álit á Jónínu Bjartmarz.  Var m.a. undrandi þegar gengið var fram hjá henni í formannskjöri á síðasta ári.  Eins ogþú segir Maggi, sjáum hvað verður.

Vilborg Traustadóttir, 28.4.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband