Kemur mér ekki á óvart.

Hef áður ritað um það hér að mér finnst Framsóknarflokkurinn vera í miklum vandræðum og alls ekki fær að stjórna sjálfum sér, hvað þá að fara í stjórnarsamstarf áfram eftir kosningar.

Ég tel þá hafa gert ákveðin mistök þegar þeir ætluðu að láta brotthvarf Halldórs úr stólnum verða áreynslulítið fyrir flokkinn.  Jón er örugglega gæðamaður, ákaflega fróður, hefur verið farsæll skólamaður og átt mikinn þátt í innra starfi flokksins í gegnum tíðina.  Hann hins vegar blæs engum baráttuanda í brjóst, því miður virðist hann ætla að taka þann kostinn að vera spilandi þjálfari þeirra Framsóknarmanna, sem jafningi hinna.

Það kann ekki góðri lukku að stýra.

Hef áður sagt og segi ákveðið enn að Framsóknarflokkurinn á að stíga út úr Stjórnarráðinu, hlaða batteríin upp á nýtt og velja sér nýtt fólk til forystu.  Það er lýsandi fyrir ástandið að formaður flokksins hafi einungis 7% kjörfylgi í sínu kjördæmi.

Það er einstaklega vandræðalegt!


mbl.is Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Arnarson

Alveg er ég innilega sammála þér.  Þvílík niðurlæging.  Svo er þetta sama að gerast í okkar kjördæmi hjá Frjálslyndum.

Örn Arnarson, 6.5.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband