Gamli Rauður á fullri ferð.
7.5.2007 | 09:25
Flott tilbreyting að sjá að Eiríkur sé bara vinsæll í Finnlandi. Ekki fréttir af dónalegum orðum og handabendingum íslensku fulltrúanna.
Ég var glaður með Sylvíu þangað til að sú vitleysa öll byrjaði. Dónaskapur og ókurteisi er ekki eitthvað sem við eigum að láta um okkur spyrjast. Að sjálfsögðu mátti reikna með því að harður rokkari, Norðurlandabúi, yrði vinsæll í Finnlandi. Rokkarar þess lands ótalmargir. Gott samt að sjá að drengurinn virðist strax ætla að heilla Finnana.
Glaður að heyra það að verið er að spyrja út í textann, viðurkenni það alveg að sumt í honum finnst mér nú ekki gott, en fínt að mr. Hauksson hafi náð að búa til merkingu á honum fyrir okkur öll. Nú er "killed by acid rain" ögn hljómfegurra!!!
En eins og kennurum er líkt er Eiríkur landi sínu strax á fyrsta degi til sóma, efast ekki um það að ef að fréttaflutningurinn heim til landa Evrópu skilar einhverjum stigum munu fréttir af geðugum rauðhærðum rokksöngvara skila Íslandi hærra.
Koma svo, Eiki, ná í tvö alvöru Eurovisionpartý fyrir okkur!!!!
Miklar vinsældir Eiríks í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já..það örlar við að þú sért jafnmikið Eurovision nörd og ég. Mikið er ég nú ánægð með það!! Ég er nú það "slæm" að ég fylgist með ÖLLU. Ég er búin að sjá á youtube báðar æfingar íslenska hópsins og horfa á báða blaðamannafundina. Alvöru nörd það. Eiríkur má eiga það að hann syngur á sviðinu alveg eins og í hljóðveri, ekki slæmt það. Já og ég er ekki "bara" búin að horfa á æfingar íslenska hópsins
Læt fylgja hérna link á mynd frá æfingu hópsins: http://farm1.static.flickr.com/174/484900189_71b7a2a20e.jpg?v=0
Stella frænka
Stella (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.