Nú er kominn tími til að hætta.

Í fyrsta lagi með skoðanakannanirnar.  Ótrúlegur munur á þeim sem birtar voru í dag og ljóst að ekkert er að marka þær, nema að það virðist verða ljóst að Framsókn á erfitt, VG er að festast undir 20% og Samfylkingin er í sókn.  Nú finnst mér að menn ættu að hætta að hrista kokteilinn, allir eru komnir á tærnar og spennan í hámarki.  Nú á bara að láta laugardaginn koma.

Ég ætla líka að hætta að skrifa um pólitík á bloggið.  Búinn að ákveða hvar atkvæðið fellur og gef það ekki upp.  Sumir vina minna hér yrðu glaðir og aðrir ekki.  Best að eiga þetta með sjálfum sér.  Hef trú á íslensku þjóðinni og vona að kosningarnar leiði af sér framfaraspor fyrir okkur öll.

Gangi öllum flokkum vel og megi sá besti vinna mest.

Nú er kominn tími á að einbeita sér að mikilvægari hlutum en pólitík, almennu spjalli, fótboltasumrinu sem hefst formlega þegar ég flauta á bikarleik í Grundarfirði á föstudaginn, fjölskyldunni og annarri skemmtun.

Byrjum á því strax á morgun.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þú örlítið of snemma í að hætta að blogga um pólitík en ég skil þig vel, þetta er alveg að verða gott.  Það verður dásamlegt eftir kosningar að blogga bara almennt um lífið og tilveruna.  Gott að þú ert búinn að gera upp hug þinn.  Kveðja

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þú hættir ekkert Magnús - þú kannski breytir áherslunum, en hættir ekkert

Páll Jóhannesson, 10.5.2007 kl. 08:51

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Æji... ég er ofurforvitin! Núna á ég eftir að rýna í allar færslur héreftir og reyna finna út hver fékk þitt atkvæði.

Ekki það, ég treysti því að þú sért skynsamur maður ;) 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 10.5.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband