Skýr og gáfaður maður hann Eiríkur!
11.5.2007 | 07:44
Nákvæmlega það sama og mér fannst í gær.
Hann stóð sig frábærlega með gott lag, sem klárlega var eitt af tíu bestu atriðum gærkvöldsins. Ég ætla að ganga svo langt að segja að þrjú almennileg lög hafi komist áfram í gær, Tyrkland, Ungverjaland og Serbía. Hitt var bara hreinræktað popprusl.
Ég aftur á móti er farinn að hallast á samsæriskenningu Eiríks. Smálönd eins og Moldavía og Georgía komast upp úr þessu forkeppnisformati og handónýtur flutningur eins og Búlgaría og Lettland.
Held bara því miður að einhver óformleg Austur-Vestur blokk sé komin upp í þessari keppni. Ef þeir sem skipuleggja þessa keppni fara ekki að bregðast við fara fleiri og fleiri að draga sig út. Í gær voru engir Ítalir eða Lúxembúrgarar, ekki ólíklegt að Belgar og Hollendingar fylgi í kjölfarið eftir gærdaginn.
Enda sáum við fullt af auðum sætum í gær og stórt baul þegar flytjendurnir sem komust áfram stóðu vandræðalegir veifandi fánunum sínum. Skamm Evrópa!
En, ánægður með Eika. Hann heldur að sjálfsögðu sínu striki og skemmtir sér. Sama verður gert á Selhólnum. Grillað og fylgst með úrslitunum. Ég fíla Rússland, Írland og Þýskaland af þeim löndum sem voru í úrslitunum og finnst ungverska lagið það besta í keppninni.
Íslendingar eiga bara að halda áfram, aðalstuðið er íslenska keppnin og spenningurinn fram að úrslitunum. Hitt verður bara að ráðast. Ánægður í gær þegar aftur fór að heyrast íslenska útgáfan af laginu hans Eika, það á örugglega eftir að lifa, eins og "Ég og heilinn minn" og "Eldur" og lagið sem hann Jónsi söng.
Það er það sem þetta snýst um, auka flóruna í íslenskri músík.
Austurblokkin á þetta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála þér, nema var það ekki Friðrik Ómar sem flutti lagið "Eldur"?
Anna (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 10:11
Bíddu hver vissi það allan tímann að Eiríkur kæmist ekki upp úr keppninni?? Ég er svo hissa. Ungverjaland er með flottasta lagið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 12:16
Ég tel að það hafi verið tilviljun ein að einmitt núna hafi engin "vesturevrópsk" þjóð komist upp úr undankeppninni. Þær hafa nú komist áfram þjóðirnar ef lögin eru almennileg og má benda á t.d. Noreg og Danmörku 2005, sem og Svíþjóð í fyrra þar sem þau komust í gegnum undankeppnina - en ekki við Íslendingar. Persónulega fannst mér já Eiki eiga skilið að fara áfram, en svona er þetta ... maður fær ekki allt það sem maður vill. Selma átti ekkert frekar skilið að komast áfram, ekki var Silvía hryllingur eitthvað sem maður hrópaði húrra fyrir og í ár ... mér persónulega fannst lagið ekki það besta. Ég skrifaði niður óskalista af 10 lögum sem ég vildi að færu áfram - 7 af þeim gerðu það, ég er mjög sáttur.
Ég kaus Serbíu og Búlgaríu ... og þykist fullviss um að einhverjir frá þessum löndum hafi líka greitt atkvæði til Íslands ...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.