Hræðilegar fréttir fyrir Flateyri.

Sennilega eru það ansi margir sem skrolla yfir þessa frétt, enn eitt sveitarfélagið í raun að "loka og henda lyklinum".  Raddir um hagræðingu og eðlileika þess að ekki sé hægt að "halda öllum þessum sveitarfélögum uppi" á sveimi og jafnvel talað um hlutfall Íslendinga sem misstu störfin sín "þarna fyrir vestan".

En þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en mannlegur harmleikur.  Manni sýnist umræddur Hinrik hafa verið að reyna að berjast lengi við leigukvótann og síðan reynt að finna sínu fólki vinnu.   Vonandi fá þeir sem flestir vinnu í nágrenninu þannig að þeir geti ennþá valið sína framtíð.

Það finnst mér of sjaldan koma upp í umræðum um byggðaflótta og afleiðingar atvinnubrests í sjávarútvegi sem orðið hefur í mörgum plássum. 

Það er misskilningur ættaður af höfuðborgarsvæðinu að fólk búi á litlum stöðum úti á landi af því þeir geti ekki annað.  Allt of margir telja það vera eðlilegasta hlut í heimi að leggja ákveðna staði niður, því þeir séu ekki hagkvæmir.

Því miður er kvótakerfið sýnist manni holdgervingur þessara skoðana, því ákvarðanir þess ráða hvar er blómleg byggð og hvar byggðin er í vanda.  Ekki má gleyma því að staðir úti á landi þar sem nægur kvóti er, t.d. hér í Snæfellsbæ, er byggðin í blóma og bjart yfir mannlífinu.  Enda erum við mörg sem höfum valið að búa hér.

Leiguframsal kvótakerfisins er upphaf vandamála sem því tengist og þarf að skoða!  Það er ekki eðlilegt að einhver eigi kvóta sem ekki ætlar að veiða hann!  Það finnst mér allavega.  Einhvers konar kerfi þarf að setja á sem leiðir til þess að umræddir leigukvótakóngar geti ekki hent upp bullprísum á óveiddum fiski sem þeir hyggjast ekki sjálfir veiða.

Gáfulegra væri að gefa mönnum fyrir vestan færi á að eignast kvóta, þó þyrfti að aðstoða þá við það.  Það er nefnilega ekki þjóðhagslega hagkvæmt að loka frystihúsi, henda lyklinum og benda fólkinu sem vann þar á það að gera slíkt hið sama við eignir sínar.  Þeir sem leigja kvótann öðrum finna sér bara önnur fiskvinnslufyrirtæki í svipuðum vanda og Kambur.

Við munum örugglega flest eftir hörmulegum fréttum frá Flateyri á sínum tíma, ekki er minna mikilvægt að við skoðum þessar fréttir líka og sjáum hvort við erum ekki enn til í að hjálpa Flateyri að vera í byggð. 


mbl.is „Minn tími í sjávarútvegi er liðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Góður punktur félagi! Góður punktur...

Viva la Landsbyggðos! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 19.5.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Örn Arnarson

Það er kaldhæðið en manni liggur við að segja: Er ekki kominn einhver veðbanki upp um hvaða byggðalag fer næst?  Fyrst Bolungarvík, nú Flateyri.........

Eins brauð virðist vera að verða annars dauði.  Austfirðingar fagna á meðan Vestfirðir leggjast í eyði.  Gáfuleg atvinnuuppbyggingarpólitík 

Örn Arnarson, 21.5.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband