Austurland á uppleið.
9.6.2007 | 09:04
Sama hvað öllum fannst um Kárahnjúkavirkjun og álver, er ekki spurning að allir eiga að gleðjast af heilum hug þegar slíkar fréttir berast utan af landsbyggðinni.
Ég hef svosem talað um þetta mál áður, skrifaði grein í Morgunblaðið í fyrra um þetta málefni og sú grein sagði minn hug. Lífið snýst alltaf um að velja skásta eða besta kostinn og ég tel að þrátt fyrir ákveðinn fórnarkostnað hafi sú ákvörðun að ráðast í gerð stóriðju í Fjarðabyggð hafi það nú sannast að góður kostur var þar valinn.
Ég þekki enn sem betur fer nokkuð af fólki fyrir austan og hreint allt annað að heyra í því nú en fyrir nokkrum árum, svartsýnin orðin að bjartsýni og flóttinn að austan stöðvaður, margir jafnvel að snúa til baka!
Ég er líka sammála ummælum um að varast beri að hefja álversvæðingu landsins, eins og þegar togaravæðingin hófst. Ekki skynsamlegt að velja eina leið til að taka á atvinnuvanda, sem gæti þá lagt allt í rúst ef sú leið ræki í ógöngur.
Til hamingju Austurland, jafnvel þó stórt lón liggi yfir nýtt landsvæði og gígantískar byggingar standi í sveitahverfinu á Reyðarfirði. Mannlífið er að byrja að springa út, manni sýnist jafnvel vera að koma möguleiki á fótboltaliði í efstu deild!!! Það yrði flott.
En vonandi tekst að finna leið út úr atvinnuvanda landsbyggðarinnar annar en að setja upp þungaiðnað. Mér finnst reyndar kominn tími á að þeir sem tala mest um varnir í umhverfinu ættu að fara að vinna af krafti að því að hjálpa landsbyggðarfólki við að finna aðrar leiðir en þungaiðnað. Sumum byggðum þessa lands er að blæða út og fullkomlega eðlilegt að þær bíði eftir tækifæri á nýrri atvinnu.
Tel fullvíst að Húsvíkingar t.d. myndu vilja annað en stóriðju til sín, en hvað?????
Kaflaskil á Austurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Erhmm..hvenær skildi það nú gerast Það væri reyndar frábært að sjá liðið í efstu deild
Stella (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.