Handleggsbrot í hjólaferð!

Jahérna!

Fyrirsögn í saræmi við heimilislífið.....

Loksins í gær lagaði ég kvenhjólið sem Hekla getur verið á.  Um níuleytið í gærkvöldi ákváðum við að skella okkur á smá hjólarúnt og byrjuðum á að fara í Hraðbúð N1 og pumpuðum í dekkið á hjóli Heklu.

Lögðum af stað og ætluðum hestaveginn ofan við þorpið.  Þegar ég beygði tók Hekla ekki eftir beygjunni minni, beygði inn í afturdekkið mitt og datt á hendina.

Við tók ferð á heilsugæslustöðina með röntgen, brotdóms frá lækninum og síðan gifsgerð.  Brot á framhandlegg rétt ofan við úlnlið.

Nú er bara endurhæfing, brottför til Spánar 20.júli, ætlum okkur að vera orðin gifslaus þá!

Heyrði í mömmu í Portúgal í dag.  Bara nokkuð kát, bara verið að berjast í gegnum íbúðamálin öll....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

ÆÆ, góðan bata Hekla mín.  Þú verður orðin "fyr og flamme" 20. júlí!!  Bið að heilsa "systir",  hringi í hana um helgina.

Vilborg Traustadóttir, 28.6.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband