Var klukkaður!!!

Skemmtilegur leikur, pabbi klukkaði mig og þá verður maður jú víst að skrifa 8 sanna hluti um sjálfan sig.  Reyni að tína eitthvað slíkt til.....

1.  Ég er samviskusamur og metnaðargjarn fram í fingurgóma, lendi stundum í því að vinna of mikið í því að ná árangri.  Er að vinna í því samt.

2.  Líður best heima hjá mér með fjölskyldunni minni og næstbest með fjölskyldunni minni í góðra vina hópi. 

3.  Er hrifinn af íslenskri náttúru og nýt þess að vera úti í henni.  Á jafnsléttu, fjöllum, jöklum, sjó og bara hvar sem er.  Sérstaklega í mikilli kyrrð.

4.  Get verið hvatvís og rýk þá af stað.  Stundum á það við með skapið á mér, en gelti bara, bít ekki.

5.  Nýt þess að fylgjast með íþróttum.  Sér í lagi fótbolta.  Er þó á því að ferli mínum sem fótboltaþjálfara sé u.þ.b. lokið.  Of mikið skítkast fyrir of lítinn pening og geðsjúkt mikla vinna.  Best að fylgjast með úr fjarlægð.

6.  Ætlaði að verða flugmaður, lögfræðingur og kokkur.  Daðraði við að verða bóndi og langaði að prófa að fara á sjó!!!  Er á réttri hillu í lífinu núna held ég.  Fer stundum á sjó (hvalaskoðun), sníki sveitaheimsóknir, er alltaf að röfla um lagaflækjur og elska að elda góðan mat.  Valdi samt vinnu með börnum og unglingum í grunnskóla.  Þar nýt ég mín til fullnustu og tel mig góðan starfskraft.  Á kannski enn eftir að prófa flugið....

7.  Er hamingjusamur með konunni (kærustunni) minni og á þrjár gullfallegar dætur.  Þær eru ólíkar, en stórkostlegar hver fyrir sig, og saman.  Konan þekkir mig svo vel að hún veit stundum betur en ég hvað ég hugsa.  Er hægt að biðja um betra.

8.  Horfi bjartsýnn fram á veginn, fullviss um það að lífið mitt verður stöðugt betra.

Takk fyrir klukkið pabbi, ég klukka líka þrjá bloggvini sem verða að bregðast líkt við.  Ég klukka Gunnlaug Erlendsson, mág minn, þegar hann kemur frá Færeyjum.  Svo klukka ég Möllu Ægis, skólafélaga minn frá Eiðum, nú myndarlega húsmóður á Fáskrúðsfirði og Vilborgu frænku mína!

Annars vona ég að bloggvinir mínir, sem og aðrir séu að njóta sumarsins líkt og ég.  Var í skírn/óvæntri giftingu á Akureyri í gær, róleg helgi og svo Torrevieja á föstudaginn, hele familien skal til skoven!!!!

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband