Skreppur til Vestmannaeyja!

Hæhó.

Helga fór suður á föstudaginn til að taka þátt í gleðidegi samkynhneigðra líkt og hún hefur gert undanfarin ár.  Ég var búinn að fá nóg af ferðalögum og fékk því leyfi til að vera heima.  Óska því hér með samkynhneigðum vinum mínum til hamingju með daginn, sem og þeim öllum öðrum sem ég ekki þekki.

EN, að sjálfsögðu tókst mér ekki að slaka á.  Vinir mínir í Víkingi Ólafsvík töldu kominn tíma á að ég kíkti með strákunum í 2.flokki á leik.  Ég er búinn að ætla það í allt sumar og þrátt fyrir að slökun hafi verið skipulögð lét ég að lokum tilleiðast með þónokkuð glöðu geði.

Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja í gær.  Lögðum af stað hálfátta, keyrðum á Bakka og flugum á rellunum yfir á eyjuna vænu.  Blíðskaparveður og alltaf gaman að koma til Eyja.  Margir strákanna að fara í fyrsta skipti í svona rellu og var ekki öllum alveg sama!!!!

Leikurinn var erfiður, ÍBV með feykigott lið, en strákarnir stóðu sig með sóma þrátt fyrir 1-3 tap.

Við áttum ekki flug strax eftir leik þannig að ég náði þrem kaffibollum hjá Drífu og Gunna áður en farið var heim.  Strákarnir voru löngu búnir að ákveða að stoppa á KFC, Selfossi.  Að því loknu trilluðum við í bæinn.  Þegar þangað var komið hafði Helga ákveðið að láta einn dag að heiman duga og við keyrðum vestur saman.  Þegar heim var komið var ég alveg búinn og skreið í rúmið, án þess að skoða Liverpoolleikinn frá í gær, sem ég horfði svo á á netinu í morgun.  Það þýðir þreyta.  Áfram vinna á morgun, kennararnir að koma á miðvikudaginn í vinnu.  Verður gaman að sjá alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Eru svo Strandirnar næst????

Vilborg Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband