Portúgalinn floginn.
20.9.2007 | 10:11
Verður erfitt fyrir Jonna frænda og José vin minn Moreira að sætta sig við þetta. Mourinho er goðsögn í Portúgal og af einhverjum ástæðum elti Jonni minn skugga hans hjá Chelsea.
Mamma gamla Portúgali meira að segja hélt með Chelsea.
En nú verður gaman að sjá hvernig þau bregðast við. Þau hafa öll lofsungið Chelsea og gert lítið úr afrekum annarra liða, því Portúgalinn Jósé Mourinho sé snillingurinn eini. Nú er hann víst atvinnulaus, klárlega rekinn frá verki sínu.
Vegna þess að lið hans spilaði svo leiðinlegan fótbolta að enginn nennti á völlinn. Nú er það ekki Portúgal sem ræður ríkjum á Stamford Bridge, heldur óumdeilanlega Rússland, og þá sennilega Ossitíska mafían. Með strengjabrúðu frá Ísrael í stjórnstöðinni við völlinn.
Mourinho fór oft í taugarnar á mér. Hélt með Porto í Evrópu á meðan hann stjórnaði þeim og þegar raddir fóru af stað um það að hann tæki hugsanlega við Liverpool var ég bara sáttur. Svo tók minn uppáhaldsmaður, Rafael Benitez við Liverpool og Mourinho fór til Chelsea. Hélt áfram að spila varnarbolta með skyndisóknum, hundleiðinlegan kraftabolta.
Hann skilaði honum árangri en kostaði hann svo starfið! Án vafa enn ein sönnun þess hversu heljarrugglaður starfsvettvangur fótboltinn er!
Verður kannski litminna í kringum boltann í vetur, en vonandi mun nú Chelsea sjá það að liðið þarf að vera í meiri tengingu við sanna aðdáendur þess og byggja upp sóknarlið. Þá nenna svo miklu fleiri á völlinn.
Ég ætla ekkert að núa Jonna, mömmu og Jósé þessu um nasirnar. Mourinho mun fá nýtt starf, spái því að Tottenham langi mikið í hann, en auðvitað vill ég að hann stjórni portúgalska landsliðinu. Þeir þurfa betri varnarþjálfara en þekkja leikkerfið hans og munu án vafa ná árangri þegar hann tekur við því.
Hei annars. Ég ætla að stríða þeim aðeins!
SAGÐI YKKUR ÞETTA ALLTAF! MOURINHO FÉKK ENGU AÐ RÁÐA OG ER FARINN.
Spurning: Hvað er ólíkt með José Mourinho og Rafael Benitez?
Svar: Annar er atvinnulaus, en hinn er í vinnunni........ Áfram Liverpool!
José Mourinho hættir sem knattspyrnustjóri Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri nú rétt mátulegt á þá norður Lundúnabúa í Tottenham að fá þennan hrokagikk.
Flott spurning
Páll Jóhannesson, 20.9.2007 kl. 13:01
Alltaf í boltanum......
Vilborg Traustadóttir, 20.9.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.