Hvað á að sjást?
20.9.2007 | 23:18
Verð að viðurkenna að ég hef ekki alveg fílað Amsterdam. Veit ekki út af hverju, finnst borgin lítt aðlaðandi og ekki sérstök á neinn hátt. Síkin alveg fín og allt það, en einhvern veginn ekki spennandi.
Rauða hverfið finnst mér ekki borginni heldur til framdráttar. Alveg helsorglegt að horfa á dætur einhvers standa allsberar eða allt að því úti í glugga. Bara skelfilegt til þess að vita að lifandi fólk selji sig hvar sem er auðvitað, en einhvern veginn vakti það með mér enn meiri sorg að sjá þessa útgáfu á vændi.
Hver veit, kannski verður hægt að gera eitthvað skemmtilegt í rauða hverfinu, sem gerir borgina meira aðlaðandi í mínum augum. Efast um að það hafi svosem eitthvað að segja í ákvarðanatökunni samt.....
![]() |
Rauða hverfinu í Amsterdam breytt í verslanir og íbúðir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.