Hvaða frétt er þetta?
28.9.2007 | 10:12
Finnst svolítið erfitt að átta mig á því hvers vegna farið er að reikna út kostnað á nemanda í krónum. Skil alveg þegar verið er að velta fyrir sér prósentuhlutfalli skólanna í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga, en finnst hæpið að reikna út "meðalkostnað" á nemendum.
Börn eru gríðarmisjöfn í þörfum og skólar leggja mismunandi áherslur. T.d. myndi ég vilja vita hvað er tekið inn í þennan útreikning. Laun kennara er einfalt að finna út, en svo margt annað skiptir máli. Hvað er mikið af öðru starfsfólki, t.d. stuðningsfulltrúm, skólaliðum, þroskaþjálfum og hvers vegna eru þeir í skólanum eða hvers vegna ekki?
Foreldrar mega aldrei velta því fyrir sér hvort þau eru að "fá fyrir peninginn" í skóla barnsins síns! Þau EIGA að gera háar kröfur á sitt sveitarfélag að það reki góðan skóla, algerlega óháð útsvarinu sínu, fyrir öll börn.
Hins vegar getur vel verið að fréttin sé áminning til ríkisvaldsins, um það hversu háar fjárhæðir þarf til að reka grunnskóla. Það er auðvitað hlægilegt að frá því að grunnskólinn fór yfir til sveitarfélaganna hefur ríkissjóður skilað afgangi, en hvert sveitarfélagið af öðru stefnir í gjaldþrot.
Auðvitað eiga sveitarfélögin að fá inn meiri hluta skattteknanna, ríkið dregur stöðugt úr þjónustu, á meðan háar kröfur eru gerðar um þjónustu sveitarfélaga.
Þess vegna ætla ég að lesa þessa frétt þannig, en ekki vera velta fyrir mér hvort að verið er að eyða 967.874 krónum, meira eða minna, í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem dætur mínar eru......
Grunnskólanemendur kosta milljón á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er ekki frétt fyrir mér - hverjum dettur í hug að setja þetta svona fram og hvað þá að eyða tíma í svona útreikninga - það er dapurt ef menntun barna okkar verður framreidd eins og þessi ekki frétt í mbl í framtíðinni
margur verður af aurum api
Jón Snæbjörnsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.