Á eftir helgi kemur vika!

Vel heppnuđ helgi.

Í ţađ fyrsta var hörkustuđ í bakstrinum og ca. 200 kíló lágu!  Gott ţađ.

Laugardagurinn breyttist á föstudagskvöld ţegar KSÍ vélađi mig til ađ verđa eftirlitsdómara á fótboltaleik Víkinga og ég náđi ţví bara einum réttum.  Á Breiđinni.  Fórum, ég, Hekla og Birta ţar sem Thelma fékk ađ gista hjá vinkonu, veit Vilborg, hefđi kannski átt ađ vera grimmari.  Fullt var af fólki, sennilega meira af kindum en viđ gátum dregiđ međ bćndunum og svoleiđis allt.

Leikurinn kom ţá, hressilegur 0-0 leikur sem tryggđi áframhaldandi veru Víkinga í 1.deild.  Ţá á ađ komast hćrra sjáiđ til!

Laugardagskvöldiđ var "reunion" Spánarfara.  Hittumst heima hjá Lilju og Eiríki međ spćnskt ţema í matargerđ og vínum.  Virkilega gaman, sátum fram yfir miđnćtti en svo vel vill til ađ konan er í tímabundnu leyfi frá áfengi og viđ gátum ţví keyrt heim ţegar viđ vorum orđin ţreytt.  Ofsalega gaman ađ sitja og spjalla og maturinn afbragđ.  Sérstaklega vill ég hrósa saltfiskkćfunni hans Mímis.  Nammmmmm.

Á sunnudagsmorgunn héldum viđ Sigríđur Birta í "kastalann okkar" eins og hún kallar Ingjaldshólskirkju.  Hún var ansi lífleg í byrjun, stormađi til altaris ađ syngja međ krökkunum ţegar sr. Ragnheiđur kallađi og ađ ţví loknu fór hún í sunnudagaskólann.  Sat eins og dúkka í 40 mínútur!  Segiđ svo ađ kraftaverkin séu ekki til!  Var afar glöđ međ sig ţegar hún fór og söng fyrir Heklu ţađ sem hún lćrđi, nefnilega lagiđ "Djúp og breiđ".  Eitthvađ skolađist ađeins til textinn ţví Birtan mín söng hástöfum "Súp'og brauđ".  Neitađi ađ breyta.  Sennilega kominn í dćmisögurnar um fiska sem fjölfaldast og bruggun víns úr vatni.  Held ţađ allavega.

Stelpurnar fóru svo aftur suđur á mánudagsmorguninn og vinnuvikan hófst.  Nóg ađ gera, nú ćtlum viđ ađ fara ađ detta í gang međ söngleikinn og skólastjórinn ţarf ađ fara ađ demba sér í starfsmannasamtöl og klára tölvumálin.  Vonandi er orđiđ verulega stutt í ađ allt verđi tilbúiđ í byrggingarmálum og ţađ detti í rétt far.

Gaman, gaman.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

HĆ. Sýnist vera nóg ađ gera hjá ykkur á alla kanta. Gaman ađ ţessu međ sönginn hennar Sigríđar Birtu, bjargar sér. Annars var hálfgert ćttarmót hjá mér um helgina ţar sem Vilborg, Mángi, Dagga og Guđrún (hans Krissa) komu á námskeiđ hjá Erni Inga, Krissi kom líka og lillarnir en hann sá um ţá - feikna stuđ málađ frá ţví kl.8 á föstudagskv. til kl.17 á sunnudag...laugardagskv. var frí á laug.d.kv. og tćkifćriđ notađ og viđ borđuđum öll saman pottrétt A la José um kvöldiđ.

BARA GAMAN !! Knús á nesiđ . Magga

Magga (IP-tala skráđ) 26.9.2007 kl. 14:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband