Búinn í prófinu og barnið "öfga" huggulegt!

Jæja.

Fékk leyfi til að bregða mér í borgina með konunni í sónar.  Komst að því fyrir stuttu að háskólaprófið mitt var heimapróf og því góð ráð dýr, því það var jú planið að fara og taka það að loknum sónarnum.

Fékk inni hjá Jenný vinkonu minni í Breiðholtsskóla og einokaði skrifstofuna hennar um stund.

Fyrst sónarinn.  Barnið leit vel út, dafnar og dafnar, orðið um 25 cm. að lengd með hendur, fætur, nef og munn, auk allra innri líffæra í virkni.  Vorum svo heppin að það var ljósmóðir í starfsþjálfun og við fengum að fylgjast með extra lengi þess vegna.  Ofsalega huggulegt barn sýndist mér, enda á það ekki ættir í annað.  Kíktum ekki í pakkann!  Verður í fyrsta skipti sem að læknirinn tilkynnir mér kyn barnsins án þess að ég viti það áður.  Helga segir að það sé svo við getum líka leikið okkur að því að leita að strákanöfnum!  Bara spennó held ég, við vorum ekkert að velta því fyrir okkur, því auðvitað verður barnið jafn velkomið, hvort sem það mun pissa standandi eða sitjandi!

Ætla ekki að tuða núna yfir sumu í þjónustu Landspítalans, geri það kannski á morgun.  Segi samt að það var ekki mikil virðing borin fyrir okkar tíma, eða því að við værum ekki í kallfæri við þjónustu sjúkraþjálfaranna!

Svo var það prófið.  Sanngjarnt held ég og ég er bara nokk bjartsýnn að vel hafi gengið.  Hafði 3 klukkustundir til að leysa það og vantaði 1 mínútu og 46 sekúndur uppá að ég félli á tíma.  Nú er bara að klára verkefnið næstu dagana og þá vonandi eru 3 einingar í "Stefnumiðaðri stjórnun" legnar.

Gaman alltaf að koma í Breiðholtsskóla.  Fullt af nýju fólki auðvitað en að sjálfsögðu er það pínu að koma heim þegar maður labbar þar inn.  Átti þar 8 ánægjuleg starfsár með haug af frábæru fólki og gott að sjá brosin aftur og drekka vonda Merrild kaffið úr kössunum!

Semsagt, bara góður dagur 16. október.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Gott að allt gekk vel.

En þetta með kynið þá held ég Maggi minn að undan þér komi alltaf stelpur. Þú ert svo ríkur af femínískum frumum.

Skilaðu kveðju.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 17.10.2007 kl. 16:26

2 identicon

flott að allt gekk vel í sónarnum kæri frændi. Ég spái þvi að það komi fyrsti strákurinn núna.

kveðja

emil 

Emil Tölvutryllir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 02:10

3 identicon

Frábært að allt gekk vel í sónarnum  Auðvitað kíkkar maður ekkert í pakkann..þó svo að vel flestir geri það í dag..ljósan sem tók á móti hjá mér var einmitt svo HISSA að við vissum ekki kynið..

Vona að allt gangi vel hjá ykkur

Stella (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband