Back from N.Ireland

Hæ!

Loksins kominn heim með tíma til að blogga.  Ætla þó bara að vera stuttorður, á eftir að búa til upphitun á eoe.is/liverpool í dag og það verða stóru skrifin.

Ætla að reyna að setjast niður um helgina og koma með blogg, eitt eða tvö, um velheppnaða námsferð starfsfólks Grunnskóla Snæfellsbæjar til Belfast sem stóð frá 2. - 8.nóvember og hafði étið nær allan frítíma skólastjórans.

Var samt voðalega grobbinn að þegar Sigríður Birta skreið uppí í nótt heimtaði hún að fara að kúra hjá pabba í þetta skipti.  Það er ekkert sem jafnast á við það þegar börnin manns sýna manni ástúð.  Ekki neitt.

Heyrumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Já það er satt, það jafnast ekkert á við það er börnin manns sýna manni ástúð sína.

En annars, velkominn til baka.

Kveðja úr austrinu.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þekki þetta og ekki síðra að fá ömmustrákana í smá knús...annars velkominn heim frændi sæll.

Vilborg Traustadóttir, 9.11.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband