Veikindi og Útsvar

Úff, steinlá með pest á fimmtudaginn, hiti beinverkir og viðbjóður!

Þýddi þó ekkert að gefast upp í gær, fyrst á dagskrá var færeysk heimsókn frá vinabæ okkar SnæfellsBÆINGA, Vestmanna.  Það var mjög gaman, sex fulltrúar bæjarins börðust í gegnum bölvað leiðindaveður til að skoða skólann og krakkana.

Ég gat verið með þeim til hálf þrjú, þá þurfti ég að þvælast gegnum veðrið og til Reykjavíkur að keppa í Útsvar.  Ég, Toggi og Guðrún Fríða ákváðum að hittast á Kaffi Amokka til að stilla saman strengi sem tókst bara nokkuð vel held ég.

Kíkti aðeins á mömmu, kippti Thelmu og Lucy með mér upp í sjónvarp og hitti nokkuð af vestanfólki.  Sminkið gekk auðvitað vel, Toggi þurfti náttúrulega meira smink en við Smile Guðrún Fríða, enda vel huggulegur kallinn!

Ég hafði mjög gaman af þessu, varð aldrei stressaður.  Það var auðvitað fyrst og fremst út af því að við vorum ákveðin í okkar liði að njóta þess að fá að vera valin til að taka þátt í svona þætti.  Það er alveg þrælskemmtilegt.  Verst að Vilhjálmur Garðbæingur var þarna, hann reyndi ansi oft að fá svolítil leiðindi í gang, ekki síst í auglýsingahléunum, hvað þá eftir keppni!

En allavega, mér fannst okkur ganga vel í alveg þrælerfiðri keppni miðað við þær sem ég hef séð í vetur, í síðasta auglýsingahléi var stefnan sett á að ná í 15 stig eða 20 stig til að verða þá stigahæsta taplið í gegn.

Þá klikkaði ég big-time!  Nokkur SMS biðu eftir þátt til að gera grín að "Tyrkja-Guddu" og ég verð í dag og næstu daga að taka það á bakið mitt breiða að þarna klúðraði ég!  Því miður gerðum við líka ákveðin mistök í spurningu 2, ætluðum þá að hringja í vininn okkar, en stukkum þá á svar sem því miður var ekki rétt.  Þá varð að reyna við 15 sem við ekki vissum, bið Tryggva Gunnarsson, bróður Bjössa vinar míns, innilega afsökunar.  Auðvitað kom svo Garðabæjarmegin 15 stiga spurning sem við Guðrún vissum, það að Kópernikus var Pólverji.

Tap og ljóst við förum ekki aftur.  Hefði verið gaman en gekk ekki.  Eftir stendur skemmtileg keppni með skemmtilegu fólki, nákvæmlega það sem við ætluðum að ná útúr þessu.  Vona að SnæfellsBÆINGAR (pirraði okkur að Þóra kallaði okkur Snæfellinga, en ekki Snæfellsbæinga) og vinir og ættingjar taki úrslitin ekki of nærri sér.  Auðvitað má stríða mér verulega á Tyrkjunum - það ÁTTI ég að vita!

Svo einfalt var það, þetta að baki en sem betur fer mörg skemmtileg verkefni framundan, fyrst samninganefndarfundur á fimmtudag, skólamálaþing sveitarfélaga á föstudag og svo langþráð "parahelgi" okkar Helgu á hóteli, nuddi, einhverjum glaðningi og svo jólahlaðborði á Lækjarbrekku með vinunum okkar góðu, Stjána - Rósu - Lauga og Helgu Stínu.

Nóg í gangi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Horfði á þáttinn og fannst þetta.  Vilhjálmur fékk allt og mikið sað hanga á spurningunum án þess að stjórnendur krefðust svars.  Eins og með fjölda mynta frá seðlabanka!  Vá lifir hann ekki á henni myntinni?  Það ættii reyndar að dæma sigurinn af Garðbæingum fyrir að tefla fram svona leiðinlegum manni.  Fílan kom greinilega fram heima í stofu,  gott ef ég sá ekki glytta í túlípana.

Vilborg Traustadóttir, 25.11.2007 kl. 15:56

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Æ, sammála síðasta ræðumanni, hrokinn í "túlípananum" skilaði sér heim og gerði þáttinn leiðinlegri fyrir vikið. En Maggi þú komst vel fyrir og "BREIKIÐ" frábært hjá þér. Þú varst auðvitað bestur ! Vildi að þú hefðir verið með okkur systrum og José í gær á KIM...við skemmtum okkur alveg í botn !! Erum ennþá hátt uppi !

Á ég að segja þér eitt ? Yes - við systur hittumst á Sundlaugaveginum kl. 08.15 í morgun og nýttum tímann til kl 10.30  í föndur....og það var líka þvílíkt gaman hjá okkur þar .......það er margt á sig lagt fyrir samskiptin !  Dagskráin okkar José var þétt um helgina og litli Ragnar Snær frændi þinn stal auðvitað gærdeginum... enn ein dúllan í ættinni.

Knús til ykkar Magga "móða"

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.11.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Mikið gera hjá kallinum, gangi þér vel með þau verkefni sem bíða þín og góða skemmtun um "parahelgina"

Kv. úr austrinu.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 26.11.2007 kl. 08:52

4 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Hefði verið gaman á Larsen, hann er bara snillingur!

Fór fyrir 2 eða 3 árum á Nasa og skemmti mér verulega vel, dúndur hljómsveit með kallinum og hann skemmtilegur og í ótrúlega góðu formi miðað við aldur og fyrri störf.

Magnús Þór Jónsson, 26.11.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband