Skapstór stúlka í færanlegu logni!
13.12.2007 | 20:58
Fjölskyldan komin heim!
Ákváðum að Sigríður Birta væri orðin ferðafær og drifum okkur vestur á Hellissand á miðvikudagskvöldið, komum upp úr kvöldmat, klyfjuð úr síðasta verslunartúr fyrir jól. Flestar gjafir komnar, smáviðvik eftir á Blómsturvöllum kannski!
Birta alls ekki nógu góð enn. Hefur ekki rólyndið mitt heldur er líkari móður sinni....... Eða kannski mér. Erfiðast á nóttunni þegar hún hálfvaknar fyrir verkjum og er alveg hyrnd með hala við foreldra sína sem eiga bágt með að horfa á sársaukann og ergelsið. Er eiginlega bara búið að versna frá aðgerð, virðist bara ætla að vera svipað og hjá Thelmu sem byrjaði að skána á sjöunda degi!!!
En með hverjum degi styttist auðvitað í fullan bata. Hún hefur ekki fengið neitt bakslag, nema auðvitað það að vera orðin dáldill kjölturakki, en hálsinn virðist gróa eðlilega.
En svo er það auðvitað veðrið. Alsnarbrjálað síðustu nótt og stefnir í það sama í nótt. Kannski er bara lægðargangurinn að pirra ljúflinginn Birtu og veita henni svona "Varúlfs"skapgerð!
Hver veit. Það eina sem maður veit að 15 m/s er nú skilgreint sem logn í Snæfellsbæ og miðað við fréttirnar sennilega víðar....
Athugasemdir
Velkomin heim. Gott að vel gekk. kv. Magga "móða"
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.12.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.