Þetta á að vera einfalt!

Kom mér mjög á óvart að sjá hálfgert ráðleysi á höfuðborgarsvæðinu í dag og hreint skil ekki út af hverju börn voru send heim í anddyri skólans síns, án þess að haft væri samband við forráðamenn.

Það allra versta sem maður veit á slíkum degi er af börnum sínum á flakkinu í rokinu milli björgunarsveitarmanna og fjúkandi smáhluta.

Á meðan ég vann í Reykjavík voru skilaboðin einföld.  Skólunum er aldrei lokað og þeir taka við þeim börnum sem mæta í skólann.  Ef veðrið er enn brjálað í lok skóladags er haft samband við forráðamann og tekin ákvörðun í samráði við þá með heimferð.

Held að sá góði maður Stefán Eiríksson hafi gert ákveðin mistök með yfirlýsingu sinni og ljóst að Ragnar minn Þorsteinsson þarf eitthvað að skýra málin, því það er óásættanlegt að línur séu ekki skýrar.

Í Snæfellsbæ eru reglurnar skýrar.  Starfsfólk mætir í skólana og vinnur með þeim börnum sem mæta.  Svo er samráð við forráðamenn um heimferð.  Eins og var skýrt einu sinni fyrir sunnan.

Enda við öll kýrskýr hér!!!! 


mbl.is Vilja skýr fyrirmæli til foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Sæll Magnús

Mér fannst þetta dæmi á höfuðborgarsvæðinu ansi sérstakt.  Í fyrsta lagi man ég ekki eftir því að lögreglan hafi áður verið svona eindregin tilmæli í Reykjavík.  Því var þessi tilkynning um að "senda börnin ekki í skóla" nær einsdæmi og eitthvað sem hvorki skólar né foreldrar voru vanir né vissu hvernig bregðast átti við.  Í öðru lagi mátti á ýmsan hátt misskilja tilkynninguna. Ég hélt t.d að verið væri mælast til þess að börn væru ekki "send" heldur keyrð eða þeim fylgt.  Í þriðja lagi talaði talsmaður í öryggis- og stjórnstöð björgunarsveita alltaf um "suðvesturhornið" eða höfuðborgarsvæðið" þegar hann var að útskýra málin og þar með talda tilkynningu lögreglunar í Reykjavík.  Samt var hvorki lögreglann Hafnarfirði eða Kópavogi bún að gefa út neina tilkynningu.  Þar fyrir utan áttaði ég mig hreint ekki á hvað telst vera "suðvesturhornið".  Þá ítrekuðu þeir hvað eftir annað að fólk ætti ekki að vera á ferli á bílum og virtust þá vera að tala um allt landið.

Á Selfossi  fundum við fyrir stóraukinni hræðslu við veðrið og áhyggjum af börnum eftir að fjölmiðlar fjölluðu með þessum hætti um veðrið.  Samt var veðrið á Selfossi aldrei meira en leiðindar slagveður.

kveðja

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 14.12.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband