Leikskóli, barnaveikindi, trúmál í skólum og PISA.
17.12.2007 | 17:50
Jćja, smám saman ađ renna eđlileg gríma á lífiđ hjá fjölskyldunni.
Sigríđur Birta fór á leikskólann í dag í fyrsta sinn eftir kirtlatökuna frćgu. Var mjög spennt og glöđ ađ fara ţangađ, eilítiđ óörugg í fyrstu en fékk góđar móttökur frá krökkunum og leikskólakennurunum. Mjög kát viđ heimkomuna - var "bara ađ leika sér" í allan dag og spurđi hvort hún fćri ekki aftur á morgun.
Sýnist hún ekkert vera spennt fyrir jólafríinu!
Stella og Raggi.
Sýnist á blogginu Möggu frćnku, sem ţó hleypir mér aldrei inn á ađalsíđuna, ađ allt sé í jákvćđa átt hjá ţeim. Glađur ađ heyra ţađ, efast ekki um ađ erfiđir tímir hafa veriđ ţar á ferđinni. Ekkert auđvelt ađ eiga viđ veikinda ţessara litlu einstaklinga sem eru svo hrćđilega varnarlausir. En auđvitađ er ţađ jú eitt hlutverk okkar foreldranna, ađ taka erfiđar ákvarđanir ţegar viđ stöndum frammi fyrir ţeim. En vonandi gengur vel áfram!
Trúarbrögđ, prestar og skólinn.
Alveg finnst mér ţađ međ ólíkindum hvađ mikil umrćđa er í gangi varđandi ţá stađreynd ađ prestar komi í heimsókn í skóla. Öfgarnar í báđar áttir eru ferlegar og mörgum ţeim sem tjá sig til vansa. Mér finnst ţađ svo hrćđilega einfalt. Skólastjórnendur bera ábyrgđ á skólum sínum.
Ef skólastjórnendur telja presta geta ađstođađ viđ skólastarfiđ á einhvern hátt eiga ţeir ađ vera velkomnir. Eins og ýmsir ađrir sem í skólana koma. Ég hef tekiđ á móti mörgum einstaklingum til ađ hitta nemendur á mínu forrćđi. Hverja einustu heimsókn met ég í hvert sinn út frá ţví hvađ viđkomandi er ađ fara ađ gera og hvort ţađ samrćmist ţví starfi sem byggir upp börn.
Ég skil ţví ekki út af hverju á ađ taka ţennan ţátt út og heimta ađgerđir gegn ţessum stjórnvaldsákvörđunum skólastjóra.
Trúi ekki alveg ađ ekki fari fram önnur umrćđa en ţessi um mjög merkilegt grunnskólafrumvarp menntamálaráđherra. Ţađ er eitthvađ sem ţarf ađ rćđa á öđrum forsendum en bara ţví hvort orđiđ "kristilegt" stendur ţar í texta eđa ekki.
PISA-könnun
Aftur er ég fúll á umrćđunni. Menn leggjast strax í skotgrafir og heimta uppskurđi og leita sökudólga. Ég er einfaldur mađur og hef trú á einföldum svörum. Viđ pabbi ţýddum ţetta próf og ég sagđi viđ hann allan tímann ađ ţessi gerđ prófa yrđi Íslendingum erfiđ. Textinn sem lá til grundvallar flestum svörunum var ţannig gerđur ađ mikiđ ţurfti ađ "lesa gegnum línurnar" til ađ finna réttasta svariđ af mörgum réttum.
Ţví miđur höfum viđ veriđ of upptekin af heimildaleitarlestri međ einu réttu svari t.d. í 13.línu á bls. 27 í einhverri ákveđinni bók. Algengasta spurning ţjóđfélagsins og ţar međ líka barna ţess er: "Hvar finn ég rétta svariđ sem fyrst og án mikils röfls".
Lengi hef ég heyrt gagnrýni frá framhaldsskólakennurum varđandi nemendur sem ţangađ koma án ţess ađ hafa frumkvćđi ađ námi sínu, eđa tilbúnir ađ rökstyđja skođanir sínar. Vilja fá heimildir og rétta útkomu frá kennaranum. Í háskólanáminu mínu var algengasta spurning fullorđna fólksins sem var međ mér; "Áttu gamalt próf". Ţ.e. ţegar ţađ var próf í áfanganum. Til ađ fatta hvernig kennarinn myndi spyrja. Ef ţađ var ekki próf í áfanganum var gert mikiđ af ţví ađ leita ađ verkefni sem áđur hafđi veriđ leyst í áfanganum "og fékk góđa einkunn".
Ţess vegna kemur ţađ mér ekki á óvart ađ nemendur á Íslandi lendi í vandrćđum međ slík próf, sér í lagi ţegar ţau skila ekki af sér einkunnum. Ţví miđur erum viđ nefnilega búin ađ koma ţeim skilabođum áleiđis ađ námsgreinar og prófgerđir séu mismikilvćg. Verk- og listgreinar skipta litlu, samrćmdar greinar miklu.
Ţess vegna held ég ađ breytingin í grunnskólalögunum sem flytja samrćmd próf fram í desember og síđan í framhaldinu samrćmingarvinnu grunn- og framhaldsskóla sé stćrsti möguleiki íslenska skólakerfisins til framţróunar frá ţví grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna.
Og ég held ađ ţađ hjálpi okkur í PISA.
Kveđjur af Hólnum.
Athugasemdir
Mér skilst ađ ţú sért skólastjóri í opinberum skóla. Ef ég hef rangt fyrir mér, biđst ég afsökunar á ţví. Ef ég set barniđ mitt í opinberan skóla sem er kostađur af almanna fé, hlýt ég ađ geta gert ţá kröfu ađ almennum lögum sé fylgt. Ef ţú virđir ekki ţau lög sem ţú átt ađ starfa eftir, ţá ertu ekki hćfur sem stjórnandi skólans. Ef prestur kemur í skólann og iđkar eitthvađ af ţví sem telst til trúbođs, (bćnir, sálmasöngur, frásagnir sem gengiđ er út frá ađ séu sannar), ţá eru ţar framin lögbrot. Sendi ţér tengla sem ţú getur kíkt á.
http://www.sidmennt.is/archive/skoli.pdf
http://astan.blog.is/blog/astan/entry/393545/
Ásta Kristín Norrman, 19.12.2007 kl. 08:13
Hć Maggi minn. Ţú átt ađ geta fariđ inn á síđuna....ef ţú manst leyninúmeriđ....Sendi ţađ í tölvupósti...Magga "móđa"
Hulda Margrét Traustadóttir, 20.12.2007 kl. 08:23
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.