Koma fram takk, hugsjónafólk Sjálfstæðisflokksins

Vilhjálmur og Ólafur eru hlægilegir.  Sem betur fer talar Kjartan ekki og Júlíus Vífill setti lítið nýtt fram.

Geir fer mildu leiðina, skilaboð hans til flokksmanna um að starfa af heilindum og þeir yrðu að sýna ábyrgð fóru ekki fram hjá mér allavega.  Björn og Guðlaugur Þór glaðir með að vera í meirihluta, missa sig í það að styðja of snemma við einkennilega atburðarás sem ekki sér fyrir endann á.

Ég vona að Gísli og Hanna leiði flokkinn út úr þessum ógöngum.  Ég allavega trúi því að þetta fólk geti hugsanlega bjargað því sem verður úr þessu.  Þau VERÐA að tjá sig.  Þau urðu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins í borginni þegar Villi tapaði sér, voru langmest áberandi í að úthrópa Björn Inga, réttilega, og ef eitthvað mark á að taka á þessu upphlaupi öllu í borginni eru þau í lykilstöðu.

Ég skora á þau að standa upp og taka völdin í þessu, og af Vilhjálmi.  Þau eru jafn mikilvæg í þessum bullleik og gamli slaki Villi og eina leiðin til að borgin græði er að annað hvort þeirra setjist í stól borgarstjóra, NÚNA!!!!!


mbl.is Útilokar ekki samstarf við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er til fólk með hugsjónir í Sjálfgræðisflokknum?

Ertan (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Margrét Sverrisdótti var kjörin í borgarstjórn sem fulltrúi Frjálslyndra. Hvað er máið með þá konu? Hún er gjörsamlega að rústa trúverðugleika sínum. Sammála þér Vilhjálmur á að draga sig til hlés. Kannski þó ekki fyrr en síðar á árinu? Styð þau sem þú nefnir. Ég er þó Árneshreppsbúi núna og er bara sátt við að halda á kjörstað þar vestra og kjósa menn í hreppsnefnd. Það mun ég gera óháð öllum flokkslínum.

Vilborg Traustadóttir, 23.1.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Örn Ragnarsson

Maggi minn. Hættu að hafa áhyggjur af Sjálfstæðimönnum í Reykjavík. Snúð þér að pólitíkinni fyrir vestan. Það er miklu skemmtilegra að spá í pólitíkina á Snæfellsnesi en að velta sér upp úr smámennum höfuðborgarsvæðisins.

Reyndar sammála þér með Villa, Hann er lítill kall.

Hanna sýndi þó smaá takta við fundarstjórn á róstu tímum.

Gott að líf bærðist meðal ungra Reykvíkinga í Ráðhúsinu. Boragrefulltrúar hafa bara gott af að hvessi svolítið í kringum þá. eða manstu ekki  þegar kennarar fjölmenntu á fundi boragarstjórnar þegar þú varst lentur í forsvari allt í einu og varst svo svikinni?

Kannski eru samherjarnir alltaf verstir.

Eða hvað?

Örn Ragnarsson, 26.1.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband