Í amstri hversdagsins

Fékk föðurlega ábendingu og áminningu, sem alltaf er vel þegið, um að hætta að velta mér upp úr stjórnmálamönnum.  Að sjálfsögðu hlýði ég því, ávallt verið hlýðinn gagnvart föður mínum og hann þekkir mig það vel að ég veit að hann vill eitthvað heyra skemmtilegra af Nesinu góða.

Enda alltaf mikið um að vera skemmtilegt hér!  Aðalmálið í skólanum hér núna er söngleikur sem ég samdi síðasta sumar.  Átti að verða samið í samvinnu við tónlistarskólastjóra, sem svo flutti suður.  Þá stökk ég bara í það að semja í kringum íslensk Eighties lög, held bara að það hafi tekist vel.  Er með frábært hæfileikafólk í vinnunni með mér og í bæjarfélaginu, þannig að ég er bara "producer" verksins, það eru hér leik-, músík-, dans- og söngstjórar um allt! 

Stefnt að frumsýningu í Klifi 8.febrúar.  Verður stuð!

Næsta laugardag, 2.febrúar förum við Helga svo á Þorrablót í Ólafsvík.  Komumst ekki í fyrra og erum því ákveðin að fara núna.  Helga náttúrulega missir sig ekki í matnum (sem ég mun örugglega gera) en auðvitað er mesta skemmtunin að vera með skemmtilegu fólki og horfa á innansveitarkróniku á sviðinu.  Sennilega verð ég þar enn minntur á frammistöðuna í Útsvarinu góða.  Skilst reyndar að enn séu að koma myndir upp þegar ég leik gulrót annað slagið.  Góður að leika gulrót.

Svo líður ekki langur tími þar til herrakvöld Víkings verður.  Þar verð ég líka, eftir að hafa keppt í firmakeppni fyrr um daginn.  Vonandi með Grunnskóla Snæfellsbæjar, erum að safna í lið sko.  Það er laugardaginn 23.febrúar.

Að þeim degi loknum styttist verulega í fæðingu barnsins okkar, settur hefur verið upp dagurinn 27.febrúar á Akranesi.  Meira um það síðar og smá spjall um hálfatvinnuljósmyndarann Ödda litla, sem sýndi fádæma takta í fjölskyldumyndatöku nú nýlega!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, það styttist í soninn ..já eða dótturina..vissi ekki að það yrði í lok febrúar, spennandi..

Þá, skiljanlega, sjáumst við ekki í árlegu Strandamannapartýi þetta árið..

Gangi ykkur vel og góða skemmtun á Þorrablótinu

Stella (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:14

2 identicon

Sæll Maggi, mér líst vel á þessa dagsetningu fyrir barnið, Brynjar Gauti er fæddur þennan dag 1992, þannig að þetta er hugsanlega fótboltahetja upprennandi sem í heiminn kemur, hahahahahaha :)

Guðný í Knarrartungu (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband