Í dag fyllir undirritaður 37 árin!

Ótrúlegur þroski sem maður finnur streyma inn á hverjum afmælisdegi.

Þessi afmælisdagur, 14.apríl 2008, er númer 37 í röð minna afmælisdaga, sem eiga auðvitað eftir að verða miklu fleiri og sumir kannski merkari.  Við vorum afslöppuð hér á heimilinu með daginn, en auðvitað fékk maður meira knús frá dömunum mínum öllum og Fúsi kokkur stjórnaði afmælissöng í 9:30 kaffinu.

Allt stefndi í fjöldamóðg, en frá kl. 20:00 hrúguðust bara allir helstu ættingjar til að óska til hamingju með áfangann, þannig að þegar þetta er skrifað, kl. 22:07 er bara spurning um eitt móðg til ættingja, læt liggja á milli hluta hver lendir í því!!!!

Ekki fannst mér nú síst gaman að Garðar Þrándur vinur minn frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá hringdi alla leiðina frá Danmörku til að kasta á mig kveðju.  Auðvitað töluðum við heillengi saman enda er vinátta okkar alltaf feykitraust og eins og við höfum talað saman síðast í gær, mesta lagi í fyrradag.  Garðar er þar duglegri en á hreinu er að ég ætla að ná honum næst!!!

Svo auðvitað langar mig að óska nágrönnum mínum í Hólminum með magnaðan sigur í körfunni í kvöld.  Þó auðvitað sé taug til Grindavíkur væri svo gott ef að Snæfell tækist að verða Íslandsmeistarar þetta árið, myndi án vafa lyfta Hólmurum fjær og nær í háar hæðir.  Vona hreint innilega að ÍR fylgi fordæmi þeirra og slái út Keflavík á miðvikudaginn.

En nóg í afmælisdag!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir með 37 árin!! Ég fylgi á eftir þér eftir "nokkra" daga ... við sjáumst við 37 línuna þá! You never walk alone!

Til lukku!!! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til lukku, þó seint sé. Það eru þá 37 ár 4. júní n.k. frá því að ég hélt þér undir skírn á fermingardaginn minn!!! Knús.

Vilborg Traustadóttir, 17.4.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband