Er að koma vor?
17.4.2008 | 15:18
Voðalega væri það nú gaman!
Hefðbundin vorverk í gangi í minni vinnu. Undirbúningur fyrir samræmdu prófin, árshátíðir framundan og mikill þeytingur.
Undanfarna daga hefur margt góðra gesta verið í heimsókn í skólanum okkar, skólastjórar á Vesturlandi fyrst í síðustu viku og umhverfisráðherrann í gær. Í millitíðinni var ég á bæjarmálafundi J-listans í Snæfellsbæ til að ræða um skólamál.
Afar gaman að gestir og tilhlýðendur lýstu hrifningu á því sem við vorum að gera enda frábært fólk í öllum rúmum hér, hvort sem eru nemendur eða starfsmenn! Þeir sem vilja kíkja meira eftir því ættu að líta á vefsíðuna okkar, www.gsnb.is - en hún er nú komin í fínt tilraunarennsli.
Af fjölskyldunni er auðvitað allt gott, Sólveig Harpa bara braggast og verður stöðugt mannalegri. Stóra systir er nú orðin miklu sjóaðri í því að eiga systkin svo að lífið er bara ljúft á Selhólnum.
En vonandi fer nú kuldatrekk og kalsa að ljúka. Kominn tími á hæga vorvinda með hlýju og vætu sem að gefa af sér græna jörð og blómaangan.
Megi guð vaka yfir störfum ykkar vinir mínir!
Athugasemdir
Loksins byrjað að vora á Akureyri....í dag er fólk léttklætt á götunum og allir eitthvað svo glaðir í fasi og hreyfingum !
Gaman að kíkja á gsnb.is. Bestu kveðjur í bæinn.
Góða helgi
Hulda Margrét Traustadóttir, 18.4.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.