Hvenær ganga mótmæli of langt?

Búinn að hafa beina útsendingu frá Reykjavík á bakvið mig í vinnunni í dag.

Súrrealískar myndir hópmótmæla sem byrjuðu sem rifrildi, urðu svo af slagsmálum milli lögreglu og mótmælenda.  Svo hefur múgæsingin stigmagnast og sífellt færri vörubílstjórar eftir í hópnum en ungt fólk, allt að því börn stöðugt orðið stærra hlutfall "mótmælenda".

Mér finnst margt sorglegt.  Sorglegt að sjá að allt er komið úr böndum.  Lögreglan bregst harkalega við og þá líta þeir illa út, kannski auðvitað.  Vörubílstjórarnir eru allavega komnir að mörkum þess að viðhafa eðlileg mótmæli.  Skil ekki hvers vegna þeir eru að loka stofnbrautum inn og út úr Reykjavík, sem er fyrst og fremst árás á hinn almenna borgara á leið í og úr vinnu eða skóla.

Sérlega finnst mér þó leiðinlegt ef að þessar aðgerðir breytast nú í ofbeldisfull slagsmál og erfitt verði að verja þær.  Ég allavega vildi ekki sjá hana dóttur mína á 16.aldursári með félögunum að henda eggjum í lögguna eða í bíl sem sturtar mold eða mykju á götur.  Ekki það að hún sé í hættu en þessir unglingar í dag eiga foreldra líka.

Það er alveg ljóst að hart mun mæta hörðu og því miður er ég sannfærður um að fleiri saklitlir eða saklausir lendi þá í skotlínu deilenda við lögreglu. 

Næstu daga mun eitthvað gerast, vonandi í rétta átt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo reið að það hálfa væri nóg. Gærdagurinn gerði útslagið og hvað þá dagurinn í dag.

Allavega vil ég afþakka þá "aðstoð" sem þessir trukkabílstjórar halda að þeir séu að veita öllum með þessum mótmælum. Fullorðnir menn sem haga sér eins og fífl og geta svo ekki einu sinni komið fram í fjölmiðlum og verið málefnalegir.

Fuss og svei

Stella (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband