Skref í rétta átt!
28.4.2008 | 23:17
Fyrst og fremst það að menn hafi náð að landa samningi vandræðalaust og án stórátaka. Það geta allir aðilar verið stoltir af.
Í dag var hins vegar fyrst og fremst staðfest launaleiðrétting til handa grunnskólakennurum sem vissulega höfðu dregist afturúr samanburðarhópum og varð að laga strax.
Nú er bara að vona að næstu 12 mánuði nái menn að stíga enn stærri skref í átt til þess að meta kennarastarfið að verðleikum!
Laun grunnskólakennara hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir þessa launahækkun náum við ekki leikskólakennurum í launum.
Byrjunarlaun nýútskrifaða kennara verða 210.000 kr. Glæsilegt!
Flestir kennarar eru í tveimur eða þremur störfum til að ná endum saman.
Allir íþróttakennarar þjálfa og fá meira fyrir það en kennsluna. Þess vegna eru þeir alltaf svo glaðir kátir þegar samningar eru í höfn.
Einstæðar mæður þurfa áfram að vera í tveimur til þremur störfum til að ná endum saman.
Við erum með a.m.k. með þriggja ára háskólapróf.
Eigum við ekki að bera virðingu fyrir því prófi og gera mannsæmandi kröfur í samræmi við menntun.
Verðbólga nú er tæplega 12% en reiknað er með að verðbólgan verði 29% í lok árs.
Samningurinn heldur ekki einu sinni í við verðbólgu! Eru menn í lagi?
Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 01:38
Margar rangfærslur hjá þér Gylfi. Byrjunarlaunin voru 210.000 en verða 265.000 og við náum leikskólakennurum í launum.
Örn Arnarson, 29.4.2008 kl. 07:57
Þá bíður maður spenntur eftir okkar samningi Maggi, varla getur hann verið verri! Veist þú e-ð um málið? Ágætis samningur hjá FG og gildir bara í ár.
Eysteinn Þór Kristinsson, 29.4.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.