Ofboðslega skemmtilegt!

Maður fær kjánahroll þegar maður hugsar til þess að 21 ár eru síðan að þessi lið léku til úrslita í NBA síðast, vá hvað tíminn líður hratt!

Ættu að geta orðið mjög skemmtilegir leikir, í báðum liðum hörkuleikmenn sem geta gert eintóma snilldarhluti.  Garnett, Allen, Rondo og Pierce eru leikmenn Bostonmegin sem ég fíla og held að verði erfiðir fyrir mína menn í Lakers.

En eftir flugeldasýningu besta körfuboltamanns í heimi, Kobe Bryant, í fimmta leiknum gegn SA Spurs er ljóst að Bostonmenn þurfa að finna svör gegn honum.  Ég reyndar held að Gasol og Odom skipti feykilegu máli í þessum leikjum og er líka á því að öðlingurinn Derek Fisher geti ráðið miklu um úrslitin.

Ég spái því fyrirfram að Boston vinni, 4-2 eða 4-3 en vonast auðvitað til að mínir menn afsanni þessa spá.  Ef Bynum og Ariza hefðu verið heilir er ég sannfærður um að við hefðum sigrað, en án þeirra ættu Boston að vinna.

En Kobe er í gula búningnum!


mbl.is Boston og Lakers mætast í NBA-úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óðinn Reynisson

Þá er komið að því... þvílík spenna, er að deyja úr stressi hérna, áfram Boston

Jón Óðinn Reynisson, 6.6.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband