Reykjavíkurflakk að róast.

Reykjavík hefur verið vinsæll áfangastaður fjölskyldunnar að undanförnu.  Thelma Rut nú útskrifuð úr "Gaggó Mos", það var fyrsta tiltölulega langa ferðin, sem var auðvitað mjög skemmtileg.  Hún bíður nú spennt eftir því að sjá hvort Kvennaskólinn í Reykjavík samþykkir umsókn hennar.  Við bíðum auðvitað öll spennt!

Svo hef ég verið að dæma fyrir sunnan og við notuðum tækifærið og tókum hele familien með, svona til að vísitera fjölskyldu, vini og verslanir.

Við komum heim í gærkvöldi og nú ætlum við að fara að einbeita okkur að Snæfellsnesinu.  Fyrst á að fara í endurskipulagningu húsnæðis og skemmtilegar tiltektir, svona til að allt verði í standi þegar Thelma og Hekla bætast í hópinn í lok næstu viku.

Svo ætlum við að njóta þess sem býðst hér hjá okkur, en auðvitað líka að undirbúa Akureyrarferðina á Old boys mótið og svo nokkra daga til að fíla norðurland.  Erum þó ákveðin að koma heim fimmtudaginn 10.júlí svo að Sandaragleðin sem hefst þann 11. verði samfelld skemmtun, frá upphafi til enda.

Get ekki varist því að ræða aðeins ástandið á götum Reykjavíkur eftir kl. 16 í gær.  Það var hreint skelfilegt, það tók okkur 45 mínútur að komast frá Sundlaugarveginum og upp á Höfða.  Ljóst að Sæbrautin/Reykjanesbrautin er algerlega sprungin og ætti að verða forgangsverkefni að reyna að búa til öflugri leiðir út úr borginni.  Eftir að við komumst inn á Miklubrautina rann þetta ágætlega.

Ég reyndar endurtek að mér finnst mikið bull að akstur risastórra vinnutækja sé leyft á slíkum álagstíma.  Á leið okkar vestur var ökuhraðinn ekki meiri en 70 km. á löngum köflum, að mestu leyti vegna tengivagnabíla og annarra álíka sem voru á leið úr bænum á þessum álagstímum.  Í Þýskalandi mátti einungis keyra slíka bíla á einbreiðum vegum eftir kl. 21 á kvöldin og til 9 á morgnana.

Ég bið enn um að slík löggjöf verði skoðuð hér.  Ég held að það myndi auka umferðaröryggi.....

En það þarf að auðvelda stofnleiðir í gegnum Reykjavík.  Slík biðraðastemming sem við upplifðum í gær er algerlega óásættanleg og íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga alla mína samúð að ganga í gegnum þetta reglulega.  Mér er engin vorkunn að lenda í þessu einu sinni á ári!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband