Sumarið í algleymi!

Var dásamleg helgi á Hellissandi.  Meira að segja logn!!!

Ekki annað hægt en að grilla og nú þegar fjölskyldan telur sex í stað fjögurra gengur hratt á forðabúr fjölskyldunnar.  Vígðum nýju garðhúsgögnin og borðuðum úti föstu-, laugar- og sunnudag.  Í sól og blíðu, verulega indælt.

Thelma byrjaði að vinna á Hótel Hellissandi á laugardaginn, sér þar um þrif á herbergjum aðallega, svo væntanlega lærir hún þar að hugsa vel um sitt herbergi!!!  Sýnist hún bara nokkuð dugleg og samviskusöm varðandi vinnuna sína.  Það er ég ánægður með.

En framundan er bara slökun, vonandi lýk ég nú "daglegu amstri" á skrifstofunni í þessari viku, þó ég þurfi eitthvað að fylgjast með framkvæmdum eftir það.  Svo er bara að anda rólega út júní og rífa sig svo til Akureyrar í upphafi júlí.  Pabbi ætlar að lána okkur "rútuna" sína, svo maður er að upplifa það að fara með stórfjölskylduna á rúntinn.

Væntanlega stuð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Maggi, mánudagur 08.07. bókaður fyrir ykkur, þið komið í kvöldmat í Vestursíðuna - O.K ? Ég er búin að skrifa daginn á dagatalið svo þið fáið nú eitthvað gott  Hlakka til að sjá ykkur

Hulda Margrét Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 08:42

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

fyrirgefðu ÞRIÐJUDAGUR. Allt klárt

Hulda Margrét Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 08:43

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Jökullinn var svo dásamlegur í gærkvöldi! Eins og reyndar alltaf þegar hann sást héðan. Í gærkvöldi var hann þó alveg afburða fallegur í kvöldsólarbirtunni.

Þekki þetta með stóra bíla. ;-)

Vilborg Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband