Flottu evrópumóti lokiđ!
30.6.2008 | 09:27
Góđur endir á glćsilegu móti. Spánn sigrar og besti framherji heims sýnir ţađ enn og aftur ađ hann er engum, alls engum, líkur.
Hélt auđvitađ međ Portúgal líka, en Spánn á Liverpooltaugina og ţví var stórt bros á Selhólnum í gćr ađ leik loknum, ţó auđvitađ vorum viđ lágstemmd ţví húsmóđirin á jú sterka taug til Ţýskalands og er ađ verđa of vön ţví ađ sjá ţá ekki vinna titil. Kannski ţeir geri ţađ bara á nćsta HM, ekki kćmi ţađ mér á óvart!
En mér finnst ţetta mót ţađ besta í sögu Evrópumótanna, slá út EM '92 ţar sem Danir unnu. Ţarna var ekkert sem skyggđi á og bara nćrri ţví allir leikirnir skemmtilegir, vellirnir flottir og stemmingin góđ. Dómararnir áttu gott mót og umfjöllun RÚV var frábćr lengstum, einungis einn og einn ţulur sem pirrađi mann, en í heildina gott.
Vona ađ ţeir sem pirruđu sig á öllum boltanum eigi nú góđa daga og kvöld, ţví viđ hin munum sakna boltans á skjánum. Íţróttakeppnir sem ná slíkum hćđum eins og ţessi valda auđvitađ líka smá titringi hjá ţeim sem sakna Leiđarljóss og vilja fá fréttirnar á réttum tíma, kannski er bara kominn tími á nýja íţróttarás sem myndi taka á svona mótum. Hver veit.
En vonandi á mađur eftir ađ upplifa svona mót í eigin persónu. Barneignir 2004 kom í veg fyrir EM á heimavelli mömmu og ţjálfun stoppađi okkur ađ heimsćkja Ţýskaland undir öflugri fararstjórn Helgu 2006. Ég ćtla ekki til Suđur-Afríku, en hver veit hvađ verđur eftir ţađ......
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Sćll Magnús,
Ţađ er víst ađ mótiđ verđur haldiđ í Póllandi og Úkraínu 2012. Ţú getur sett markiđ á ţađ!
Friđrik Jónsson, 30.6.2008 kl. 09:54
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.