Af leyndardómum fámennisins....

Eins og ég hef áður nefnt varð afi minn níræður þann 13.ágúst.

Karlinn er þrælhress og ákveðið var að fara með honum í siglingu um uppeldisstöðvar hans og fyrri siglingaleiðir frá Árneshrepp og norður undir Hornbjarg.

Þegar dagurinn heilsaði okkur var veðrið svo argandi glæsilegt að hægt var að sigla enn lengra, alla leið inn í Hornvík þar sem ég náði að grenja það út að fá að stíga á land.  Stóð í mannhæðarháu hvannarbeði á þessum glæsilega stað.

Siglingin frá Norðurfirði og í Hornvík var það stórkostleg upplifun að henni verður vart lýst, og alls ekki bara með orðum.  Ég treysti því að Öddi bróðir nái að taka saman myndapakka núna eftir að hann lýkur giftingunni sinni (á laugardaginn) þannig að ég geti aðeins spjallað um siglinguna.

En það sem mig langar aðeins að velta fyrir mér tengist fyrirsögninni.  Leyndardómar fámennisins.  Hvers virði er það okkur sem þjóð að eiga einstaklinga sem þrífast í fámenninu eins og á Ströndum.  Ég ætla ekki að draga okkur upp hér á Snæfellsnesinu sem fámenninga, en hef velt því fyrir mér hvað margt færi ef að í hugum nokkurra tuga, í mesta lagi hundruða, landa okkar sem dytta að heilu svæðunum.  Ekki bara með því að gera upp hús heldur líka búa til atvinnutækifæri og þjónustu á stöðum svo langt úr alfaraleið.

Að sitja í salnum á Hótel Djúpuvík, eða hjá húsbændunum í Reykjarfirði nyrðri er ákveðin gjöf.  Óli Stefáns talaði um hversu mikil gjöf það væri að vera Íslendingur, það styð ég og er sammála.

Ég held að við Íslendingar verðum alltaf ein stærsta fámennisþjóð heimsins.  Vissulega höfum við í gegnum aldirnar farið utan og barið okkur á brjóst en okkar helsti styrkur, og kannski líka um leið veikleiki, er að við erum leyndardómsfull þjóð.  Það sprettur ekki í viðskiptunum, eða landvinningum íþróttafólks eða annarra menningartákna.

Það er fámennið á þessari eyju við ysta haf sem vekur leyndardóminn.  Við skulum því virkja hann, alveg niður í hvern einstakling!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála þér og verið þið velkomin í opnun á Málverkasýningu minni í Salthúsinu í Grindavík föstudaginn 5. september klukkan 17.00

Hlakka til að sjá sem flesta!

Vilborg Traustadóttir, 3.9.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

...og klukk.....

Vilborg Traustadóttir, 9.9.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband